Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 22

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 22
20 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 Rifshöfnin í byggingu árið 1953. Fremst á myndinni eru bátar Friðþjófs, þeir Óskar og Straumur. Mynd: Helga Hermannsdóttir Brotið fer í gegnum hurðina á stýrishúsinu. Bragi Valdimarsson, einn skipverjinn, sér brotið koma og kallar til mín að vara mig og um leið skellur sjórinn á mér og ég kastast upp í siglingatækin og rek höfuðið í þau og við það missi ég meðvitund. Þaðan fer ég svo í astiktækið. Sjórinn æðir í gegn- um stýrishúsið og út um hurðina bakborðsmegin. Stýrimaðurinn, Reynir Benediktsson, kastast út um hurðina og hangir þar á rekk- verkinu en slapp við að hendast fyrir borð. Þegar ég ranka við mér er búið að drösla mér inn í skipstjóraklefann. Öll stjórntækin í brúnni fóru úr sambandi og stýr- ið var fast. Skipið rak stjórnlaust og ég man að það fyrsta sem ég segi við strákana að þeir verði að dæla út olíu til að draga úr hættu á fleiri brotum á bátinn. Stóra talstöðin fór í samband sjálf og við vorum í beinni út- sendingu og allir sem voru að hlusta á bátabylgjuna heyrðu strax hvað var að gerast og komu fljót- lega til okkar. Fyrsti báturinn sem kom að okkur var Brimnesið SH og skipstjóri þar var Kristján Jóns- son. Hann lét reka með okkur og ég varð strax rórri þegar ég sá hann við hliðina á okkur. Strák- arnir gátu fljótlega losað stýrið og við sigldum sjálfir í land með þeim Kristjáni á Brimnesinu og Erni Hjörleifssyni á Tjaldi og fleiri bátum sem fylgdu okkur til hafnar.“ Ekki var hægt að senda Sævar suður á sjúkrahús þá um kvöldið vegna þess að veðrið var svo slæmt en í ljós kom að höfuðkúpan hafði sprungið og lærleggur á vinstri fæti brotnaði við höggin sem hann fékk. Hann lá á sjúkra- húsi í tíu vikur og var alveg frá vinnu í eitt ár. „Þetta var nátt- úrulega mikið áfall. Báturinn frá veiðum og ég á sjúkrahúsi. Þá kom í ljós hve fjölskyldan öll er mikilvæg á erfiðum stundum," segir Sævar. Helga tekur þá við stjórninni ásamt Rúnari tengda- syni þeirra. Farið var með skipið til Reyjavíkur og skipt um öll tæki í brúnni. Reynir Benediktsson, stýrimaðurinn, tekur svo við skip- inu og klárar vertíðna. Hann verður svo skipstjóri næstu ár á eftir eða þangað til að Ragnar Konráðsson tekur við.“ Landformennskan Þó skipstjórnin sé afar þýðingar- mikil í útgerðarrekstrinum þá er ekki síður ærinn starfi að fylgjast með og taka þátt í vinnunni í landi og það hefur Sævar svo sannarlega gert. „Eftir að ég hætti á sjónum fannst mér það heldur lítið fyrir mig að setjast á skrif- stofustólinn og vera þar. Eg tek þá við allri vinnu við veiðarfærin. Ég fór í netavinnuna og bjó þá til þrjár dragnætur sem við notuð- um, þó mönnum þætti það held- ur skrítið. Eftir að við byrjuðum á rækju náði ég mér í teikningar hjá góðum mönnum og bjó til rækjutroll, ein þrjú eða fjögur sem voru notuð um borð, það fiskaðist í þau svo þau hljóta að hafa verið í lagi. Eg var dulítið montinn yfir því að hafa tekist þetta þó ég segi Sævar í essinu sínu við fellingavélina. Mynd: PSJ 0 furuno Brimrún Hólmaslóö 4 • Reykjavík • Sími 5 250 250

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.