Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 46
44
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004
Bónus þess tíma
Þetta skemmtilega erindi flutti
Bjarni Ólafsson bóndi í Geira-
koti í Vallnakirkju á tónleikum
sem kirkjukór Ólafsvíkur hélt í
apríl sl. I þessu erindi eru hug-
leiðingar Bjarna frá bernskuárum
sínum í Fróðárhreppnum.
Þegar séra Óskar hringdi í mig
og spurði hvort ég væri til í að
halda smá tölu í Vallnakirkju um
gamla daga þá var ég nú hikandi
en það er erfitt að segja nei við
blessaðan prestinn svo ég sló til.
Það hefur nú þótt mikið átak að
koma sér upp þaki yfir höfuðið.
Svo var einnig 1939 þegar foreldr-
ar mínir byggðu steinsteypt hús á
jörð sinni, Geirakoti í Fróðár-
hreppi. Það sem hefur eflaust
ráðið úrslitum var
að Sigurður sonur
þeirra og bróðir
minn var búinn að
læra húsasmíði og
sá hann um fram-
kvæmdina. En til
merkis um erfið-
leika við aðdrætti á
þessum tíma þá var
steypuefnið flutt í
pokum á reiðungs-
hestum neðan úr
fjöru og öll steypan
var hrærð á bretti
því engin var hræri-
vélin. Þetta hús var
og er tæpir 40 fer-
metrar, ein hæð og ris, en sex ára
krakka þótti þetta æði stórt og
flott miðað við litla torfbæinn
sem hýsti fólkið fram að þessum
tíma. Það hefur þótt sæmilega
búsældarlegt í Fróðárhreppi en þó
urðu menn að treysta á sjávarfang
Stefán Jónsson á Hrísum.
ýmist á heimaslóðum eða fara til
fjarlægra útgerðarstaða til að sækja
sér björg í bú. Upp úr 1940 var
stofnað pöntunarfélag í Fróðár-
hreppi til þess að fá ódýrari mat-
vöru, svo sem hveiti, sykur, rúg-
mjöl, haframjöl og margt fleira.
Fyrir þessu félagi stóð Stefán Jóns-
son í Hrísum og var aðstaðan við
Hrísaklett. Þessar vörur komu
með strandferðaskipunum Súð-
inni eða Esjunni og var landað að-
allega í Ólafsvík en þó einstaka
sinnum við Hrísaklett og var vör-
unni þar skipað upp í litlum bát
og borin í land og í hús. Þessi
verslunardreifmg náði til Óiafs-
víkur og einnig inn í Eyrarsveit.
Ekki veit ég hvort hún náði út
fyrir Enni og má líta svo á að
þetta hafi verið Bónus síns tíma.
Þess má geta að Stefán réri frá
Hrísakletti árum saman og verk-
aði fiskinn sjálfur á staðnum ým-
ist í salt eða herslu enda annálaður
dugnaðarmaður.
Það getur eflaust verið erfitt að
vera krakki eða unglingur í dag
því þótt mörg séu tækifærin þá
eru líka margar freistingarnar sem
fyrir verða og er þá nauðsynlegt
að baklandið sé traust. Þar á ég
við heimilin og ekki
síst móðurhlutverk-
ið. Því það er ekkert
sem getur komið í
stað móðurástar og
umhyggju. Það er
svo ótrúlegt hvað
góð móðir getur gef-
ið mikið af sér. For-
eldrar mínir áttu
fjórtán börn og rak
ég lestina en það var
nóg ást og umhyggja
eftir handa mér. Eg
mun ljúka máli
mínu á þessum nót-
um.
Móðurhöndin milda þín
minn um strýkur vanga.
Astúðin úr augum skín
eftir vöku langa.
Bjarni Ólafsson
Greinarhöfundur, Bjarni Ólafsson, í lendingunni við Hrísaklett. Ýmsar minjar um sjósókn
eru enn sjáanlegar þar. Mynd: PSJ
f/j'f/t'S'f/t/t ó'sAct/* sfó/nön/ut/n ot^Jjöf's/itjfifit/tt/)et/*/Ht
(il/ttt/ni/itjfjtt /netí clacji/t/t !
PRINSINN
Ólafsbraut 19,Ólafsvík,
s.436 1362 & 436 1339