Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 9

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 9
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 7 Söngurinn Vigfús hefur rekið þátt í félagslífi í heimabyggð sinni. Hann er mjög góður söngmaður með fagra ten- órrödd. „Það var mikill söngur á mínu heimili alla tíð. Þar var org- el og allir hér þekltja Jóhönnu systur mína en hún spilaði í um 50 ár í Ingjaldshólskirkju. Þegar ég er sextán ára þá er ég píndur til að syngja tenór uppi í Ingjalds- hólskirkju á jólunum og það gekk allt vel. Eg byrja að syngja fljót- lega í kirkjukór Olafsvíkur eftir að ég flyt hingað og þá í gömlu kirkj- unni og síðar í þeirri nýju sem vígð var 1967. Ég þekkti Alex- ander Stefánsson sem söng í kórn- um. Kristjana Sigþórsdóttir stjórnaði honum fyrst þegar ég byrjaði en eftir að hún hætti tók Björg Finnbogadóttir við. Þó mikið væri að gera þá hafði ég alltaf gaman af þessu. Ég lærði mikið af Alexander en hann kunni þetta allt saman mjög vel. Aðalbassarnir voru Guðbrandur Guðbjartsson og Stefán Kristjáns- son og seinna Kristinn Sigmunds- son frá Hamraendum. Konurnar í kórnum voru mér margar svo minnistæðar eins og t.d. Friðdóra, Kristjana í Gíslabæ, Kristín og Guðrún Sigurgeirsdætur og Stína í Péturshúsi. Það var oft eftir jarðarfarir að miklar dlfinningar brutust út og konurnar fóru að deila um hver þeirra hefði nú far- ið út af laginu því allar vildu þær syngja vel. Allar voru þær samt giftu sig árið 1947. miklar vinkonur." Þess má geta að alls hefur Vigfús sungið í kirkjukórnum í Ölafsvík í um 50 ár. Forysta Alexanders Vigfús og Alexander Stefánsson hafa verið miklir samherjar alla tíð bæði í pólitíkinni og eins hefur nrikill vinskapur verið á milli fjöl- skyldna þeirra. „Við Alexander kynntumst fyrst í vegavinnu og unnum þar undir stjórn Stefáns föður hans. Svo jóks vinskapur okkar er ég fluttist í Ólafsvík og einnig var líka mikill samgangur á milli fjölskyldu Herdísar og Alex- anders. Alexander vann við smíð- ar er ég kom fyrst til Ólafsvíkur. Eftir að hann tók við Kaupfélag- inu Dagsbrún vann ég mikið fyrir hann en Alexander hefur alltaf verið mikill framkvæmdamaður. Hann var fagmaður í sér og vissi alltaf hvað hann var að gera. Hann var Ólsari og hafði mikinn metnað fyrir uppgangi bæjarins og smitaði fólk í kringum sig og það var ekkert of gott íyrir Ólafs- vík. Hann tók líka að sér hin ýmsu mál og hann hafði gott lag á að láta fólk aðstoða sig við þau og ég nefni t.d. kirkjuna. Stund- um bað hann mig að koma að mála eitthvað lítið en svo þegar upp var staðið þá var búið að mála miklu meira en átti að gera. Það var erfitt að skorast undan því hann var svo duglegur sjálfur. Árið 1962 hófst samtals 20 ára uppbygging Ólafsvíkur undir for- ystu Alexanders Srefánssonar og Guðbrands Vigfússonar þar sem pólitíkin var í reynd látin víkja fyrir hagsntunum bæjarfélagsins.“ Bygging hraðfrystihússins Um 1950 var samþykkt í stjórn Kf. Dagsbrúnar að hefja undir- búning að byggingu hraðfrysti- húss sem staðsett væri á Snoppu- svæðinu. Á Snoppu voru þá fjög- ur íbúðarhús en flest komin í eyði. Ég fékk það verkefni að byggja þessi mannvirki sem stóðu í mörg ár. Byrjað var á því að fjar- lægja þessi gömlu hús og jafna síðan Snoppuna við jörðu ef svo má segja. Öllurn jarðvegi var ýtt í burtu niður á klappir sem þar voru undir. Til gamans má geta þess að þegar rutt var fyrir grunni beinaverksmiðjunnar sem byggð var 1957 var komið niður á svo- kallaðan fjörumó sem er svo harð- ur að ógerlegt er að reka fingur í hann. Ég lét verkfræðing hússins vita af þessu. Hann varð mjög undrandi og bað okkur að gera svokallaða sigprufu. Það var gert með því að setja farg á fjórar lapp- ir, eitt tonn á hverja og mæla síð- Hervin Pétursson og Sigríður Þórðardóttir, foreldrar Herdísar.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.