Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 4

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 4
2 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 Pétur S. jóhannsson: * Agætu lesendur! í Dritvík áður á öldum útræði stundað var samtals sextíu bátar er sagt að gengju þar. Stutt var í fisk að fara og fengsælt víðast hvar, þó komust menn oft í hann krappan og kembdu ei hærurnar. Þessi erindi eru úr ljóðinu Dritvík eftir Ref bónda eins og hann kall- aði sig eða Braga Jónsson, þann snjalla hagyrðing frá Hoftúnum í Staðarsveit. Eins og flestir vita var mikið útræði frá Dritvík á Snæ- fellsnesi um aldir enda stutt á miðin. Þetta á við um fleiri staði á landinu þó víða hafi ekki verið eins mikið og í Dritvík. Þar sem stutt var á miðin og lending góð bjó fólk, því hafa varð til hnífs og skeiðar. Víða má sjá þess merki hér í bæjarfélaginu að útræði var stundað eins og t.d. við Hrísaklett í Fróðárhreppi hinum forna. Þar var útræði enda stutt á miðin eins og segir í ljóði Refs bónda. Bjarni Olafsson bóndi í Geirakoti segir frá því í grein í þessu blaði sem honum er minnistætt þegar hann var ungur drengur um lendinguna við Hrísaklett og einnig um það er fiski var landað og frá verslun- inni hjá Stefáni á Hrísum. Við Snæfellingar búum svo vel að stutt er á miðin frá okkar höfnum og á því byggjast bæjarfélögin og svo mun enn verða um ókomin ár. I þessu Sjómannadagsblaði sem kemur ykkur fyrir sjónir er víða borið niður með efni en það byrj- ar á hugvekju eftir sr. Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, sóknarprests við Ingjaldshólskirkju. Viðtal er við Vigfús Vigfússon, byggingar- meistara í Ólafsvík, en hann segir frá þeim framkvæmdum í landi sem hann tók þátt í er Ólafsvík byggðist upp eftir 1950 og hann er enn að smíða þó hann verði áttræður á þessu ári. Þá er viðtal við útvegsbóndann Sævar Frið- þjófsson í Rifi og einnig er viðtal við Guðmund Runólfsson, fyrr- um útgerðarmann í Grundarfirði um fjölskyldufyrirtæki hans. Þá segir frá því er Bjarni Sveinbjörns- son, fyrrum hafnarvörður í Stykk- ishólmi, byrjaði á sjó aðeins níu ára gamall á skútu frá Þingeyri. Viðtal er við þau hjón Erlu Orms- dóttur og Martein Gíslason í Ólafsvík en þau hafa rekið kraft- mikla trilluútgerð í mörg ár. Ungur vélstjóri á Hellissandi, Ævar Þrastarsson, skrifar um námið í Vélskólanum og þá möguleika sem það hefur uppá að bjóða. Þá eru í blaðinu fjölmarg- ar greinar, frásagnir og myndir af lífi og starfi fólks. Enn skai þakkað þeim fjöl- mörgu sem lögðu til efni í blaðið með greinum og myndum og einnig þeim einstaklingum og fyr- irtækjum sem gerðu útgáfu blaðs- ins mögulega með auglýsingum og kveðjum. Það er við hæfi að enda þennan pistil með tveimur síðustu erindum Refs bónda úr ljóðinu Dritvík. Og væri í landi legið við leika var margur snjall þeir fangbrögð við Fullsterk þreyttu og færðu hann uppá stall. Nú Dritvík er öll í eyði hið ágæta fiskiver. Fullsterkur er þó eftir og aldrei þaðan fer. Öllum sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra er óskað gleðiíegs sjómannadags. EFNISYFIRUT 3 A sjó í Jesú nafni Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir 4 Vigfús Vigfússon byggingameistari í Ólafsvík Pétur S. Jóhannsson 12 Níu ára sjómaður Gunnar Hjartarson 17 Framtíðin er í okkar höndum / Sigfús Almarsson og PSJ 24 Útibú Hafró í Ólafsvík Hlynur Pétursson 26 Hagleiksmaður Pétur S. Jóhannsson 28 Frækileg björgun Pétur S. Jóhannsson 29 Skemmtiferð til Flateyjar árið 1958 Hrefna Magnúsdóttir 31 Sjómannadagurinn á Hellissandi og í Rifi 2003 31 Snæfellsbæjarljóð Höfundur ókunnur 32 Björgun skipbrotsmanna á Hafdísi SH 7 Erlingur Viggósson 34 Ætlaði að verða bóndi Guðmundur Runólfsson 37 Formannavísur Gísli Stefánsson 38 Um formannavísur Gísla Stefánssonar Skúli Alexandersson 43 Sjómannadagurinn í Ólafsvík 2003 44 Bónus þess tíma Bjarni Ólafsson ^ 45 Myndir úr Stykkishólmi 46 Hátíðarræða á Hellissandi 2003 Hulda Skúladóttir 49 Útgerð og ævintýri athafriafólks Óskar Hafsteinn Óskarsson 55 Sjóveikin gerði mér lífið leitt Pétur S. Jóhannsson 57 Sendibréf frá Spáni Sigurlaug Sveinsdóttir 59 Mannlífsmyndir 60 Gamlar aflatölur frá Ólafsvík Gunnar Hjartarson 61 Afram skóli Ævar Rafn Þrastarson 66 Myrkrahöfðinginn Kristinn B. Guðlaugsson 68 Ræða í Ólafsvíkurkirkju á sjómannadag 2003 Svanhildur Pálsdóttir 69 Myndir teknar af Sævari Snæbjörnssyni 72 Minni sjómanna Svanhildur Egilsdóttir 74 Myndir úr albúmi Björns Arnaldssonar 76 Kaldilækur í Ólafsvík Pétur S. Jóhannsson * Myndir frá sjómannadeginum 2003 eru á bls. 33, 40, 41 og 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.