Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 59

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 59
57 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 engan nema sjálfan mig. Um vor- ið var ég orðin liðtækur partýspil- ari og þá oftar en ekki í félagi við Þorkel Cýrusson. Þannig vatt þetta uppá sig og áður en varði var Loftur Bjarnason (bassi) kom- in í hópinn. Við spiluðum fyrst á litlum pöbb sem hét Sjólist á Hellissandi og þetta gekk bara nokkuð vel svo við fórum að æfa meira. A einni æfingunni barst það í tal að gott væri að hafa trommara í bandinu. Þá mundi ég eftir því að hafa séð trommusett hjá Reyni Rúnari frænda mínum skömmu áður. Það er hringt í Rúna og hann drifinn á æfingu. Síðan hef- ur ekki verið aftur snúið og höf- um við starfað saman nánast óslit- ið síðan. Reyndar með ýmsum mannabreytingum eins og gengur og gerist í öllum alvöru hljóms- sveitum. Við spilum á nokkrum böllum á ári og höfum farið ansi víða. Hljómsveitina Bít skipa í dag Sigurbjörg Hilmarsdóttir söngvari, Þorkell Cýrusson á gítar, Loftur Bjarnason á bassa, Reynir Rúnar Reynisson á trommum og ég spila á hljómborð. Er ekkert að hætta á sjónum Fyrst maður komst yfir sjóveikina forðum þá verður ekki hætt í bráð. Þetta er það starf sem ég valdi og mér hefur líkað það vel. Ég hef verið svo heppinn að hafa aldrei lent í neinum stór óhöpp- um og ég hef í hyggju að halda áfram á sjónum um ókomin ár,“ segir þessi fjölhæfi sjómaður og skipstjóri frá Hellissandi að lok- um. PSJ Sendibréf frá Spáni Það er alltaf gaman að fá bréf frá vinum og kunningjum og ekki síst ef þeir eru á erlendri grundu. Þegar sumarið var að byrja á Spáni fékk Sjómannadagsblaðið bréf frá Guðlaugu Sveinsdóttur, húsmóður og fyrrum fiskverka- konu og Agli Guðmundssyni, fyrrum sjómanni og vörubíl- stjóra, en þau bjuggu bæði í Ólafsvík. Þau hafa valið það að dvelja á efri árum þar úti og líkar mjög vel eins og þetta bréf sýnir. Fleiri og fleiri Islendingar hafa valið þennan lífsmáta og er þetta bara ekki hið besta mál? Sjáum hvað Lauga skrifar: Kæri Pétur! Klukkan er 7 að morgni, sólin er komin upp og gægist inn um litla gluggan minn, ég horfi út og sé að ávextirnir á trénu okkar eru að taka lit, það þýðir að sumarið er komið. Okkar dagur hér á Spáni byrj- ar oft með göngu. Þá veljum við okkur fallega strönd hér í nágrenninu, því sjórinn laðar okkur til sín. Við erum sátt við þetta elliheimili sem við kusum okkur, verðlagið og veðráttan hefur allt að segja. Ég er í spönskunámi og sagði bekknum mínum að mér þætti vænt um ísland en ég kysi að góða vini. Við hittumst á rabbfundum, spilum brigde, för- um í bodsíu, borðum úti saman, dönsum og skemmtum okkur, allt í hófi. Jólin voru okkur erfið- ust þá söknuðum við fjölskyld- unnar mest. Þá byrjuðum við að ferðast með ferðafélagi, vikuferðir yfir jólin og skoðuðum Spán og kynnumst sögu landsins. Ég vil nefna tvær góðar konur sem reka hér skrifstofu, þær eru Agústa Páls og Lára Clausen og eru okk- ur ómetanlegar með alla aðstoð og bara nefndu það. Við fórum í ferð sem þessar góðu konur stóðu fyrir nú í vor. Það var farið til Madrid og minnisvarðar skoðaðir búa her. Eins og allsstaðar er hér gott fólk og við eigum marga Sigurlaug ásamt eiginmanni sínum Agli Guðmundssyni. Myndin er tekin á Spáni. þar í kring. Madrid er falleg borg en þar bjó mikil sorg út af 11. mars. Við vorum 52 íslendingar sem nutum þessarar 3ja daga ferðar. Kæri Pétur! Þakka þér fyr- ir að gefa okkur tækifæri til að senda vinum og vandamönnum kveðju á þessum degi sjómanna. Árin mín í Ólafsvík urðu tæp 50 og var ég heimavinnandi fyrstu 20 árin. Þá fór ég að vinna í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur. Það var góður vinnustaður og góður andi meðal fólksins. Ég minnist þessa tíma með virðingu fyrir samverkafólki mínu, lifandi og liðnu. Ég minnist Hrefnu og Óla, Óskars og Eyva Snæ, Sigga Tomm og Guðríðar, Láru, Haf- steins og Gumma. Svo voru það konurnar sem stóðu við borðin og snyrtu fiskinn hröðum, ör- uggum, höndum. I kaffistof- unni var slappað af og rætt um daginn og veginn og gert að gamni sínu. Mitt álit á bónu- svinnunni var ekki stress hjá okkur konum heldur kom það annars staðar frá, út af launun- um okkar. Þetta voru góðir tímar sem ég minnist oft. Við óskum ykkur öllum til hamingju með sjómannadag- inn. Kær kveðja frá Agli. Agla, Arri og börnin biðja að heilsa. Kær kveðja, Sigurlaug Sveinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.