Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 6
4
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004
Vigfús Vigfússon,
byggingameistari í Ólafsvík
Vafalaust reka margir upp stór
augu þegar þetta viðtal við Vig-
fus Kristin Vigfussons, bygginga-
meistara í Olafsvík, birtist í Sjó-
mannadagsblaði Snæfellsbæjar.
Vigfus var aldrei á sjó og ætlaði
sér aldrei að verða sjómaður á
sínum æskuárum þó að hann hafi
reyndar beitt eina vertíð í Krossa-
víkinni hjá Runólfi Dagssyni.
Hann var ákveðin í að verða
tæknifræðingur. Störf Vigfúar
eru samt svo tengt uppbyggingu
bæjarfélagsins að ekki verður
skilið á milli sjómennsku og þess
starfs sem hann vann af trú-
mennsku alla sína tíð og gerir
enn þó hann verði áttræður á
þessu ári. Allir eldri bæjarbúar
vita að hann hefúr smíðað mikið
af húsum fyrir sjómenn í Ólafs-
vík og einnig mikið um borð í
bátum þeirra eins og fram kemur
í þessari grein. Þá reisti hann
mörg þeirra húsa sem eru í at-
vinnustarfsemi ennþá og svo
mætti lengi telja. Eiginkona Vig-
fúsar er Herdís Hervinsdóttir og
er innfæddur Ólsari, dóttir sjó-
manns og skipstjóra. Til að
fræðast um hina löngu starfsæfi
Vigfúsar tók Sjómannadagsblað-
ið hús hjá þeim hjónum eitt
kvöldið á vordögum og var spjall-
að um heima og geyma.
Byrjum fyrst á að spyrja
um ætt og uppruna
„Eg er fæddur á Hellissandi 14.
desember 1924, í húsinu Gimli
við Keflavíkurgötu sem nú er.
Foreldrar mínir voru þau Kristín
Jensdóttir húsmóðir og Vigfús
Jónsson smiður. Ég er 6. í röð 13
systkina.“ Þetta hús, Gimli, keypti
faðir Vigfúsar í Ólafsvík og flutti
það út á Hellissand í þremur ferð-
um á bringingarbát sem hét Sæ-
mundur. Þessu skipi var róið af
átta mönnnum þegar segl dugðu
ekki til. Vigfús eldri ólst upp í
Ólafsvík frá fjögurra til 16 ára ald-
urs hjá Jóhönnu fóstru sinni,
Jónsdóttur sem stofnaði Sparisjóð
Ólafsvíkur á sínum tíma.
Vigfús byrjar að læra húsasmíði
hjá föður sínum árið 1942 og
hann fær sveinsbréfið 1946. Það
var ekki mikið um byggingar á
Hellissandi á þessum árum og
varð hann því að vinna það sem
til féll. M.a. múraði hann Barna-
skólann með Sigurði Sandhólm
sem seinna varð verkstjóri hjá
Hraðfrystihúsi Hellissands. Gef-
um Vigfúsi orðið: „Árið 1944 fór
ég til Reykjavíkur og vann hjá
Guðmundi Halldórssyni bygg-
ingameistara, frænda mínum, en
hann átti Byggingafélagið Brú og
lauk ég námi hjá honum. Á með-
an ég var í Iðnskólanum vann ég
við smíðar. Þegar ég hafði lokið
skólanum 1946 og kominn með
sveinsbréf uppá vasann langaði
mig í framhaldsnám til Danmerk-
ur. Ég sótti þá um inngöngu í
Tekniske selskabskole í Kaup-
mannahöfn með góð meðmæli frá
skólastjóra Iðnskólans upp á vas-
ann. Ég fékk fljótlega svar frá
skólanum þar sem mér var lofað
inngöngu í skólann og einnig dvöl
á heimavist skólans meðan á nám-
inu stæði. Herdís hafði einnig
sótt um skólavist á hússtjórnar-
skóla í Danmörku og fékk inni
svo að nú varð að sækja um gjald-
eyri og það var sýnd veiði en ekki
gefin á þessum árum. Éoks kom
það svar að ekki fengist gjaldeyrir
fyrr en eftir eitt ár og óvíst með
framhaldið. Svona var ástandið
þá. Við treystum okkur ekki út í
þessa óvissu svo að ekkert varð af
skólavistinni hjá frændum vorum
Dönum.
Ég hafði þá byggt hús árið 1947
að Sigtúni 37 í Reykjavík fyrir
systir mína Svöfu og mág minn,
Helga Hallgrímsson arkitekt.
Þetta hús er beint fyrir framan
Vigfós Jónsson og Kristín Jensdóttir.
Sjdmenrt!
Tif hamingju með daginn