Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 7
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004
Blómaval. Ég var ekki þá kominn
með meistararéttindi en mágur
minn leppaði þetta verk og ég
hafði mikla ánægju af að smíða
þetta hús. Þetta hús
var kjallari, hæð og
hátt ris með þremur
snúningsstigum. Þegar
smíði hússins var lokið
réð ég mig í vinnu hjá
Magnúsi Vigfússyni
byggingameistara en
hann var þá að byggja
Sambandshúsið við
Sölvhólsgötu í Reykja-
vík og var ég hjá hon-
um í eitt ár. Einar
Bergmann, mágur
minn, sem þá var
framkvæmdastjóri HÓ
lagði mikið að mér að
koma vestur þar sem mikil upp-
bygging væri þar í vændum. Við
flytjum þá til Ólafsvíkur árið
1949, ég og Herdís, en erfitt var
með húsnæði í bænum á þessum
árum. Magnús var ekki ánægður
með að ég færi vestur þar sem
mikið var að gera hjá honum og
hann sagðist hafa getað útvegað
olckur húsnæði í bænum.
Við höfðum svo sem ekkert víst
húsnæði hér í Ólafsvík. Fengum
þó leiguhúsnæði inni í Hlíð hjá
Siggu Hans en hún og Jón áttu
fokhelt hús þar sem var stofa og
herbergi og ég snara mér í að
múra það. Svo höfðum við að-
gang að eldhúsinu hjá Sigríði og
hún var sem móðir okkar meðan
við vorum í Hlíð.“
Meira en smiður
Þegar Vigfús og Herdís flytjast til
Ólafsvíkur fer Vigfús fyrst að
vinna hjá Böðvari Bjarnasyni
byggingameistara. Svo skildu
leiðir þeirra og Vigfús fór að
Guðmundur Þórarinsson við pott sem notaður var til að hita tjöruna sem fór
þak Salthússins.
vinna sjálfstætt og hefur hann
aldrei skort verkefni. Vigfús hefur
gert meira en að smíða hús hér í
Ólafsvík. Hann teiknaði líka
mörg þeirra. Enginn rafvirki var í
Ólafsvík en þetta lagaðist allt þeg-
ar Tómas heitinn Guðmundsson
rafvirki kom í bæinn. Oft kom
það fyrir að hann varð að teikna
meðan hann var í matartíma til að
geta haldið áfram með verkið.
Vigfús átti gott með að teikna og
eins og sést á mörgum húsum hér
í Ólafsvík. Hann teiknaði m.a.
húsið sem hann og Herdís búa í í
Bæjartúninu, Skálholt 11, hús El-
inbergs og Gestheiðar, Brautarholt
7 sem Aðalsteinn Guðbrandsson
og kona hans María áttu og
einnig Brautarholt 8. Þá teiknaði
hann hús dóttur sinnar Kristínar
og Erlings Jónassonar að Sand-
holti 32 og mörg fleiri.
„Á þessum árum þegar ég kem
úr bænum er Böðvar heitinn
Bjarnason nánast eini smiðurinn
hér í Ólafsvík. Atvinna fer að
aukast mikið hér eftir
1950 og bátum er þá farið
að fjölga, netaveiðar eru
að byrja og mikil bjartsýni
í bænum. Ég sé fjótlega
að ég verð að fá mér
steypuhrærivél og þegar
ég er að byggja húsið mitt
á Grundarbraut 20 sem
ég teiknaði líka þá fékk ég
lán í Sparisjóðnum. Það
fór ekki allt í húsið heldur
einnig til að kaupa tré-
smíðavél en innréttingin í
eldhúsið varð að bíða um
stund við litlar undirtektir
eiginkonunnar. Ég smíð-
aði alla glugga, hurðir og inrétt-
ingar sjálfur og vinnan við hvert
hús var því mikil. I mörg ár voru
í gangi smíði á fimm til átta hús-
um hjá smiðum í Ólafsvík." Þess
má geta að fleiri góðir smiðir voru
í Ólafsvík á þessum árum. Þegar
Vigfús kemur til Ólafsvíkur voru
fyrir smiðir eins og Böðvar heit-
inn Bjarnason en einnig var
Sveinbjörn Sigtryggsson, mágur
Vigfúsar, afkastmikill smiður en
hann lærði hjá Böðvari.
Bygging grunnskólans
Þegar bygging Grunnskólans
1954 fór af stað þá var mjög mikil
vinna sem fylgdi því verki. Ég var
ekki búinn vera hér í nema tvö ár
þegar vinnan við hann hófst og
það urðu hörð átök um byggingu
hans. Jónas Þorvaldsson var þá
oddviti í Ólafsvík og Guðbrandur
Flytjum öllum sjómönnum í Snæfellsbæ
og fjölskyldum þeirra
bestu kveðjur í tilefni sjómannadagsins