Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 51

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 51
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 49 Útgerð og ævintýri athafnafólks Rætt við hjónin Martein Gíslason og Ingveldi Erlu Ormsdóttur í Ólafsvík. Húsið stendur hátt í bænum, velútlítandi með snyrtilegum garði allt um kring. Til dyra koma húsráðendur, þægileg í framkomu og afslöppuð. Við göngum í eldhúsið, húsbóndinn sest við eldhúsgluggann sem snýr að Breiðafirðinum. „Hérna get- ur maður nú horft yfir þetta allt saman,“ segir hann. Við nánari samræður er augljóst hvað hann á við, það eru helstu hugðarefnin sem blasa við út um gluggann: Bryggjan, Breiðafjörðurinn og svo auðvitað Barðaströndin sem geymir átthagana og fjölda minn- inga úr lífi fjölskyldunnar. A eld- húsborðinu liggja myndaalbúm og húsmóðirin fer að fletta og rifja upp. Fljótlega verður maður þess áskynja að hér er atorkufólk á ferð sem hefur þurft að vinna fyrir hlutunum. „Jæja, má ekki bjóða þér upp á kafifi, það er reyndar vel sterkt,“ segir hús- móðirin. Kafifið er þegið með þökkum og síðan ákveðum við að ferðast aftur í tímann, grafast fyr- ir um bakgrunn heimilisfólksins og rifja upp hvað á dagana hefúr drifið. Eg hef tekið hús á hjón- unum Marteini Gíslasyni og fng- veldi Erlu Ormsdóttur í Tún- brekku f6 í Ólafsvík. Mestu sletturnar af og síðan beint á ball Marteinn er fæddur á Fit á Barða- strönd og er af bændafólki kom- inn. Hefðbundinn búskapur var stundaður á heimilinu en auk þess gerði faðir Marteins út litla trillu til að auka við lífsbjörgina. „Eg man að ég var sjö ára fyrst þegar ég fór á sjóinn með pabba. Þá var bara dregið á snærisfæri með einn krók í endann og ég náði að hala inn 20 fiska í þessum fyrsta róðri sem þótti bara nokkuð gott,“ segir Marteinn. „Og þó maður hafi nú ælt nánast lifur og lungum í þess- ari fyrstu sjóferð þá leið ekki á löngu þar til ég bað um að fara aftur." Þannig hófst sjómennskan sem átti eftir að verða ævistarfið. Þegar Marteinn komst á unglings- árin fór hann á vertíðar til að vinna fyrir sér. Fyrsta veturinn vann hann í frystihúsinu á Tálknafirði og tók líka að sér beitningu. Veturinn á eftir er hann áfram á Tálknafirði en þá kemur þangað 15 ára unglings- stúlka frá Ólafsfirði, ættuð úr Hafnarfirðinum, og fer að vinna í frystihúsinu. Leiðir hennar og Marteins lágu saman á þrettánda- balli í samkomuhúsinu á Patreks- firði og eins og við vitum þá spyr ástin hvorki um stund né stað. Þarna er sem sagt Erla komin til sögunnar. „Við höfðum sama kvöld og ballið var verið að spyrða kasúldna keilu svo skelltum við okkur upp á klósett og skoluðum mestu sletturnar af okkur og síðan beint á ball. Sturta var ekkert inn í myndinni þarna,“ segir Erla og hlær. Vertíðarbátarnir María Júlía og Örvar Unga parið hélt áfram vinnu þar vestra og staldraði fyrst í sex ár á Patró. En strax fyrsta veturinn þar fékk Marteinn pláss á báti en Erla vann í landi. Á sumrin fóru þau svo gjarnan heim í Fit og að- stoðuðu við landbúnaðarstörfin. En sjómennskan varð snemma að- alatvinnan hjá Marteini. I fyrstu réri hann á Sæborgu en síðan var hann tvær vertíðir á síldarbátnum Þrym og eftir það gerðist hann stýrimaður á vertíðarbátnum Maríu Júlíu sem gerð var út frá Patró. Skipstjóri þar var Erlingur Guðmundsson og saman áttu þeir Marteinn afar farsælt samstarf í tuttugu ár, þau seinustu reyndar á öðrum báti, Örvari sem líka var vertíðarbátur. Erla og eiginkona Erlings voru líka góðar vinkonur. Þau hjónin eru nú bæði látin. „Það var einstaklega kært á milli, þau voru okkar bestu vinir og al- veg frábært fólk,“ segir Erla. Hún rifjar upp skemmtilega ferð sem áhöfnin á Örvari fór til Englands og þær tvær fengu að fljóta með. „Það var svo skrýtið þegar við komunr þangað út að við urðum skyndilega að algjörum millum því allt var svo ódýrt. Og við auðvitað notuðum tækifærið og keyptum alls kyns húsbúnað og heimilistæki og fluttum með okk- ur heim aftur. Þetta voru heilu Erla og Marteinn á heimili sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.