Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 20
18
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004
Humals. Þorgeir Árnason byggir
fiskverkun þar sem nú er Sjávar-
iðjan. Kjartan Steingrímsson
byggir verkun líka á þessum tíma.
Ársæll Jónsson kaupir gömlu
þaraverksmiðjuna og setur þar
upp lýsisbræðslu og fleiri komu
þarna við sögu.
Jóhannes Jóhannesson kemur í
Rif og byggir þar Hafnarbúðina.
Hann var fyrst í skúr sem stóð við
verbúðirnar gömlu og byggði svo
myndarlegt hús og rak þar mat-
vöru og gjafaverslun til margra
ára,“ segir Sævar og bætir við að
þessi höfn hafi breytt miklu. Þeir
útgerðaraðilar sem innar voru á
Nesinu sáu hve mikla möguleika
þessi höfn gaf til sjósóknar.
„Á sama tíma byggist höfnin
upp, rekið er niður stálþil og suð-
urgarður byggður upp og er þá
höfnin orðin eins og hún er í dag.
Allt þetta svæði þar sem þessar
byggingar standa á er uppfylling
úr ósnum og menn geta þá gert
sér í hugarlund hversu gífurlega
miklu magni af sandi hefur verið
dælt upp í gegnurn tíðina“. Þess
má geta að Sævar sat f hafnar-
nefnd Rifshafnar í 30 ár og þekkir
því vel sögu hennar.
Sjómennskan byrjar.
Faðir Sævars, Friðþjófur Guð-
mundsson, varð að hætta sjó-
mennsku vegna veikinda. Eftir að
hann hætti fór hann í það að
byggja upp bát sem hann átti og
hafði verið í eigu Guðmundar afa
Sævars. Var það áttæringur sem
hét Straumur sem hann hafði
komið með frá Skógaströnd þegar
hann flutti á Hellissand. Hann
var orðinn fúinn og gamall þegar
Friðþjófur byggir hann upp og
setur í hann vél. Sævar réri með
föður sínum á þessum bát. Þetta
voru fyrstu kynni hans af sjó-
mennskunni og þar lærði hann að
umgangast sjóinn og vara sig á
þeim hættum sem hann bjó yfir.
„Mín fyrsta alvöruvertíð á stór-
um bát er þegar ég fer að róa með
Tryggva Jónssyni á Snæfellinu frá
Ólafsvík en það var 14 tonna bát-
ur. Ársæll bróðir Tryggva var þar
stýrimaður og þeir voru báðir
sómadrengir. Hann réði mig til
þess að koma með þeim á net og
var þetta með fyrstu vertíðum sem
róið er með net á Breiðafirði. Eg
lærði mikið þennan vetur og þetta
góðir karlar. Konráð Gunnarsson
hafði verið vélstjóri á Hafdísinni
en hætti þegar hann fór að sækja
Tjaldinn til Danmerkur með
Myndin er tekin af áhöfninni á Hamri SH 224 árið 1963. Fv. Þorgeir Árnason, Friðgeir og
Kristján Þorkelssynir, Hreinn Pétursson, Ingólfur Karlsson, Þórir Pétursson, Sævar skipstjóri,
Sigurður Eggertsson og Kristinn Jón Friðþjófsson. Ljósmynd: Helga Hermannsdóttir
Kristjáni Guðmundssyni og er ég
þá ráðinn sem vélstjóri.“
Undraverð björgun
„Eg fer svo að róa á Hafdísi þarna
um veturinn 1956 frá Rifi og
skipstjóri var Erlingur Viggósson.
Við erum ekki búnir að róa lengi
þegar við missum bátinn undan
okkur. Við lentum í miklu sunn-
anroki og það braut yfir hann og
stór hluti af línunni fór út og lenti
í skrúfunni og okkur rak stjórn-
laust. Þetta var mín fyrsta raun til
sjós og nokkuð mikið áfall. Okk-
ur var bjargað af togaranum Hall-
veigu Fróðadóttur. Það má segja
það að þetta hafi verið undraverð
björgun vegna þess að það sást
ekki út úr augunum vegna snjó-
komu og við vissum ekkert fyrr en
skipið lagði að okkur. Talstöðin
virkaði alltaf sem betur fer og við
vorum alltaf í sambandi. Hallveig
var að koma að vestan og við vor-
um stutt út af Rauðasandi þegar
togarinn finnur okkur. Þá vorum
við eitthvað um fimm til sex míl-
ur frá iandi og Hafdís sökk fljót-
lega eftir að okkur var bjargað,“
segir Sævar þegar hann lýsir þess-
um atburði. Þess má geta að um
borð í Hafdísinni var líka Frið-
þjófur, faðir Sævars, en þessari
var góð reynsla enda góðir menn
til borðs eins og Haraldur Guð-
mundsson og fleiri sjóhöfðingjar.
Sumarið eftir er ég svo við vinnu í
Rifshöfn þar sem verið var að
dýpka með Gretti sem þá var not-
aður. Ég vann við prammann
sem dreginn var af bát sem hét
Hafdís út á sjó og hann losaður
eftir að Grettir hafði mokað í
hann. Þarna unnu með mér
margir heiðursmenn, svo sem
Kristófer Snæbjörnsson, Einar
Samúelsson, Lúðvík Albertsson,
Sigurður Sveinn, Ársæll Jónsson
og Lárentínus Dagóbertsson, allt
Halldóra Kristleifsdóttir og Friðþjófiir
Guðmundsson. Myndin er tekin 1932.