Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 49

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 49
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 47 Talið er að Kólumbus hafi komið hér og haft vetursetu á Ingjalds- hóli til að kynna sér ferðir Leifs Heppna, sonar hans Þorfinns Karlsefnis og konu Þorfmns, Guðrúnar Þorbjarnardóttur, til Ameríku. Elstu heimildir um presta á Ingjaldshóli eru frá því kringum árið 1200, fljótlega eftir kristni- töku. Þar sátu sýslumenn og prestar fram til loka 19. aldar. Kirkjan sem nú stendur á hólnum mun vera elsta steinsteypta kirkj- an á jörðinni samkvæmt áreiðan- legum heimildum. Hún var byggð af ótrúlegri þrautseigju og dugnaði heimamanna og var vígð 1903 og verður því 100 ára nú í haust. Krakkar! Hvernig skildu bát- arnir hafa verið fyrir 300 árum eða bryggjurnar og fiskverkunar- húsin? Það voru bara árabátar sem voru líka með segl eins og Blikinn sem er inni í stóra húsinu hér fyrir ofan. Sjómennirnir sátu alian tímann úti og veiddu á línu og handfæri, netin komu ekki hingað fyrr en um miðja síðustu öld. Það voru engar bryggjur, bátarnir voru dregnir í land með handafli, það voru engar vélar. Ef þið farið og skoðið lendingarnar t.d. í Keflavíkinni og úti á Gufu- skálum þá getið þið séð förin í steinunum eftir bátana. Það voru heldur engin fiskverkunarhús, gert var að fiskinum úti, hann var ýmist hengdur upp svo hann þornaði og varð að harðfiski eða skreið, eða flattur og saltaður og síðan sólþurrkaður. Fyrir u.þ.b. 80 árum var byggð fyrsta höfnin hér, hún var í Krossavík. Eg er viss um að mörg ykkar hafa eins og ég farið þangað að veiða. Þar var síðan byggt ís- hús, húsið sem við köllum oft Hvítahúsið. Inn í þetta hús var settur klaki sem var brotinn upp af ánni og hér í kring. Þessi klaki var síðan notaður til að geyma og frysta beitu. Upp frá þessu fóru að koma fiskverkunarhús en þar var allt unnið á höndum. Fyrsti vélknúni báturinn kom um 1915 og fyrsti bíllinn 1932. Hraðfrysti- hús Hellissands var stofnað 1942, þá var fyrst byrjað að frysta hér fisk. Rafmagn fyrir almenning kom ekki fyrr en 1947. Sjórinn náði að klettunum í Rifi fram yfir 1950 en þá var farið að vinna að núverandi höfn eftir að ljóst var orðið að Krossavíkin myndi ekki henta. Sandi var dælt upp úr höfninni og fyllt upp í svæðið milli Melness þar sem Fiskmark- aðshúsið stendur og upp að klett- unum. En hvað skyldi fólkið hafa haft fyrir stafni í gamla daga, skyldu krakkarnir hérna hafa verið í skóla? Konurnar, gamla fólkið og börnin sáu um heimilin, hugsuðu um skepnurnar, bjuggu til allan mat, bjuggu til garn til að vefa úr efni og prjóna sokka, vettlinga, nærföt o.s.frv. Krakkarnir urðu að kunna að lesa til að geta fermst, einhver á heimilinu varð að kenna þeim, presturinn kom og prófaði krakkana. Margir sjómenn komu hingað með bátana sína og aðrir til að vinna á sjó. Margir þessara manna voru úr Breiðafjarðareyj- um, þar var stofnaður einn af fyrstu barnaskólunum á Islandi og fyrsta bókasafnið 1840. Flestir þessara manna kunnu því að lesa og skrifa, þeir fengu oft að búa hjá fólki hér og kenndu þá börnunum á heimilinu í staðinn að lesa og skrifa. Einnig lásu þeir upphátt við grútar- eða kertaljós fyrir heimilisfólkið á kvöldin og í land- legum. Aðal bækurnar voru ís- lendingasögur, einnig voru sagðar þjóðsögur og ævintýri og farið með ljóð og kvæði sem fólk kunni utanbókar því að það var erfitt að ná í bækur. Fyrir 120 árum stofnaði Lárus Skúlason svo fyrsta skólann hér, það var fyrsti barnaskólinn á Snæfellsnesi. Hann stóð einnig fyrir bygg- ingu kirkjunnar á Ingj- aldshóli 1903 og skóla- hússins 1906. Hann byggði sér reisulegt íbúðarhús árið 1889, Lárusarhús, sem er elsta húsið hér á Hellissandi. Lárus var ættaður héðan, ættingjar hans áttu heima í Hallsbæ, Jaðri, Hvammi, Skuld og víðar fram á síðustu ár. Fyrsti barnaskólinn stóð fyrir neðan gamla frystihúsið í húsi sem var kallað Strýta, áðurnefnt skólahús sem var byggt 1906 stóð í 40 ár á árbakkanum innan við Asgarð. Gamli skólinn, eins og við köllum hann, þar sem nú eru kenndar list- og verkgreinar var tekinn í notkun 1946 og sá nýji 1982. Eg mun vera 15. skóla- stjóri skólans frá 1914. Lestrarfé- lag Hellissands var stofnað 1913, það var sameinað skólabókasafni og Bókasafni Snæfellsbæjar 1998. Tónlistarskólinn var stofnaður 1974, af hópi áhugafólks, síðustu tónleikarnir í nafni þess skóla voru haldnir á mánudaginn var, næsta vetur mun verða einn tón- listarskóli í Snæfellsbæ. Eg þakka öllu því fólki sem hefur stutt þetta starf og þá sérstaklega Kay Wiggs sem hefur verið skólastjóri skólans sl. 24 ár. Af framantöldu má álykta að menntamál hafa haft forgang hér frá fyrstu tíð, ég veit að svo mun einnig verða um ókomin ár. Ég þakka sjómannadagsráði fyr- ir þann heiður sem mér er sýndur með því að biðja mig um að flytja hátíðarræðu dagsins. Að lokum ætla ég að gera að mínum orðum hluta úr ,,Bæn Elinborgar“ sem er skáð á minnisvarðann sem Slysa- varnardeild Helgu Bárðardóttur reisti til minningar um Elinborgu Þorbjarnardóttur, síðasta ábúand- ann á Gufuskálum, hún bjó þar til ársins 1946. Minnisvarðinn var afhjúpaður á sjómannadegi 1986, hann stendur ofan við Gufuskálavörina. Hulda Skúladóttir, skólastjóri. Þú hinn voldugi herra hafs og lands, Drottinn alsherjar, blessa þá hafið og ströndina fyrir Gufuskálalandi, svo að enginn sem héðan leitar á sjóinn verði íyrir grandi, né neinn sá er leitar hér lands af sjónum farist. - Þín blessun hvíli yfir hverjum kima og hverjum tanga landsins yfir hafinu og þeim, sem á jörðinni búa nú og framvegis meðan land er byggt.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.