Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Síða 68
66
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004
Myrkrahöfðinginn
Haft eftir Krístni B. Guðlaugssyni frá Sólbakka, Keflvíkurgötu 23 Hellissandi
„Árið 1943, þá níu ára, er ég ráð-
inn af Friðþjófi Guðmundssyni í
Rifi fyrir hönd Krossavíkurnefnd-
ar til þess að sjá um innsiglingar-
ljósin í Krossavíkinni. Þetta voru
olíuluktir sem var komið fyrir í
staurum á og við suðurbryggjuna.
Fremri staurinn var steyptur í
skjólgarðinn sem var þversum fyr-
ir fremri endanum á bryggjunni.
Það voru steyptir teinar í skjól-
garðinn til að auðvelda uppgöngu
í staurinn. Efri staurinn var upp
af Suðurbryggjunni. Örlítið príl
var upp í staurana en á þeim voru
okar til uppgöngu. Luktirnar
voru gjarnar á að sóta sig og þurfti
þá að þrífa glösin og eins vildi
drepast á ljósunum. Þá var kallað
í mig til að lagfæra þetta. Það
voru margar ferðir sem þurfti að
fara til að snúast í þessu, stundum
fékk ég far með Halldóri Ben á
vörbílnum úteftir. Það var þó
ekki alla daga sem þurfti að setja
upp innsiglingarljósin því að ekki
gaf á sjó alla daga og eins var það
að bátar voru stundum komnir að
fyrir myrkur. Ljósin voru einung-
is uppi þegar þurfti að vísa bátum
til hafnar eftir að fór að dimma.
Ferðalagið heiman að frá mér og
út í Krossavík er drjúgur spotti,
líklega um tveir kílómetrar. Eitt-
hvað var nú rætt um að reimt væri
á sandinum á leiðinni út í Krossa-
vík en ég hef aldrei trúað á drauga
Kristinn Guðlaugsson.
og varð aldrei var við neitt sem
truflaði mig á þessari leið, aldrei.
En sögurnar voru þannig að
menn kæmu bláir og þrútnir af
hlaupunum undan draugunum.
Eflaust hefur þetta mest verið það
að frosinn sandurinn brotnaði
undan fótum mannanna, ólarnar
og böndin sem
menn bundu á sig,
skrínurnar með og
aðrar birgðir slóust
utan í hörð og
freðin hlífðarfötin
og þetta munu
hafa verið hljóðin
sem menn voru að
flýja. En sem bet-
ur fer þá varð ég
ekki fyrir neinni
ásókn eða leiðind-
um á þessari leið. Þegar ég hafði
annast þessar olíuluktir í tvö ár þá
er keypt ljósavél og sett upp í
Krossavíkinni og ég fékk þann
starfa að sjá um þessa vél. Það er
að gangsetja hana og hirða hana
að öllu leyti. Þetta var einar sí-
lendra Lister-vél, mjög gangviss
og þægileg þannig en svolítið há-
vær. Þegar þarna var komið var
orðið skjól til að vera þarna á
meðan það þurfti að hafa lýsingu.
Yfir vélina var byggður skúr áfast-
ur lifrarbræðslunni að austan-
verðu, lifrarbræðslan stóð sunnan
við Háabarðið. Stundum var ég
þarna fram eftir kvöldi, svo sem
þegar útskipun var, hafði ég þá
með skólabækurnar og las í þeim
og lærði þarna í skúrnum. Oft á
tíðum var þar heitt og loftlítið þó
ég hefði hurðina opna og fyrir
kom að ég sofnaði. Þetta starf
hafði ég fram til vors fermingarár-
TILBOÐ I JUNI & JUU !
ALLT
TIL
I tilefni af 1 árs afmæli
Sjóvéla fylgir
veglegur veiðafærapakki
öllum C6000Í færavindum
í júní og júlí!
HAFÐU SAMBAND !
S/@i
iWiustad
FÆRAVEIÐA
Skútuvogi 6-104 Reykjavík
Slml 553 3311 - Fax 553 3336
wvwv.s|o.ls - sjo@sjo.ls
O's/iiim sjótnö/umm (Hj^J/ö/s/u//t/um■þeitwi
ti/ /uiming/tt tnetf íftiyínn !
Höfum þjónað sjávarútveginum frá árinu 1982
Vélsmiðja Arna Jóns
Rífi S. 436 6773