Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 19
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004
17
Framtíðin er í okkar höndum
Viðtal við Sævar Friðþjófsson í Rifi
Oft ber á góma gerð hafnarinnar
í Rifi og útgerðin sem jókst svo
mjög við byggingu hennar sem
gerði það verkum að Rif byggðist
upp sem þorp. Sævar Friðþjófs-
son skipstjóri og útvegsbóndi í
Rifi er manna best kunnugur
sögu útgerðarinnar og kemur
margt fróðlegt frám í viðtali sem
Sjómannadagsblaðið tók við
hann. Hann hefúr róið úr Rifs-
höfn frá því hún var tekin
í notkun árið 1955. Sæv-
ar hóf sinn skipstjóraferil
árið 1961 á Hamri SH
224. Þó hann hafi stund-
aði sjómennsku í langan
tíma hefúr hann aldrei
gleymt því sem hann ólst
upp við hjá foreldrum sín-
um en hann er fæddur í
Rifi og er næstelstur af
fjórum systkinum, nú 67
ára gamall. Sævar er
sannkallaður útvegsbóndi
eins langt og það orð nær
því hann er með talsvert
af kindum sem hann
stundar af mikilli alúð og
metnaðurinn er mikill við bú-
störfin. Aldrei er þó eins mikið
að gera og á vorin en hann gaf
sér smá tíma til að setjast niður
og segja sögur úr Rifinu.
Talið berst fyrst að upphafinu er
búskapur ættmenna Sævars hófst í
Rifi en nær öld er síðan afi hans,
Guðmundur Guðmundsson, og
amma, Jófríður Jónsdótti, flytjast
þangað. „Byrjunin var sú að afi
minn var formaður á bát. Hann
bjó á Selhóli á Heilissandi og á
Rifi bjó þá Jens nokkur Sigurðs-
son. Afi minn var aldrei sáttur við
þetta mikla hafnleysi sem var í
Keflavíkinni. Eg tel að það hafi
ráðið úrslitum að hann vildi hafa
makaskipti við Jens að upp úr
aldamótum 1900 varð hörmulegt
slys í Keflavíkinni. Þá fórst þar
bátur með níu mönnum í lend-
ingunni og fólk sem stóð uppi á
kambi gat ekkert að gert. For-
maður á þessum bát var mjög
var
tengdur Selhólsfólkinu og
hann giftur systur ömmu minnar
og bjó hjá afa og ömmu á Selhóli.
Ég tel það mjög sennilegt að þessi
atburður hafi orðið til þess að þau
hafa svokölluð makaskipti við Jens
í Rifi og hans fólk árið 1914.
Guðmundur afi taldi að í Rifi
væri ákjósanlegt hafnarstæði frá
náttúrunar hendi.
Foreldrar Sævars eru þau Frið-
voru afdrifarík mistök því sandur-
inn kom allur aftur inn í höfnina
þetta haust og lokaði höfninni.
Tveir stórir bátar ætluðu að róa
þessa vertíð úr Rifi en urðu frá að
hverfa. Dæling á sandinum upp á
land var erfið þar sem lögnin var
svo löng.“
Fyrstu heimabátarnir voru
Hólmkell og Armann. Jakob Pét-
ursson var skipstjóri á Hólmkeli
en Eggert Sigmundsson á
Armanni. „Það var eins
og menn biðu eftir því að
komast að í Rifshöfn því
strax fylltist allt af að-
komubátum og ég man að
það voru allt upp í fjórir til
fimm bátar liggjandi hver
utan á öðrum við tré-
bryggjuna þessa vertíð,"
segir Sævar er hann rifjar
upp þessa miklu fram-
kvæmd. Garðarnir komu
svo seinna en áður var
höfnin alveg opin fyrir
sunnanáttinni.
Helga Hermannsdóttir og Sævar Friðþjófsson.
Mynd. PSJ
þjófur Guðmundsson en hann
fæddist á Selhól og Halldóra
Kristleifsdóttir en hún var frá
Hrísum í Fróðárhreppi. Halldóra
lést árið 1999 en Friðþjófur árið
1987 en hann stundaði sjó-
mennsku úr Krossavíkinni á Hell-
issandi og var einn af aðalhvata-
mönnum þess að höfn varð byggð
í Rifi.
Við túnfótinn heima
Sævar er kunnugur gerð hafnar-
innar en hún var gerð nánast við
túnfótinn heima hjá honum.
„Það er árið 1951 sem hafist er
handa við uppbyggingu lands-
hafnar í Rifi og stóð sú vinna yfir
næstu fjögur árin við að byggja
norðurgarðinn og dæla sandi upp
úr ósnum. Trébryggjan er byggð
sumarið 1955 og til stóð að hún
yrði tekin í notkun um haustið.
Utbúin var renna frá trébryggju
og út ósinn og var sandinum dælt
út fyrir norðurgarðinn. Þetta
Fiskverkunarhúsin
Það var ekki nóg að höfnin fylltist
af bátum því að mikill fiskur kom
að landi og fiskverkunarhús voru
reist hvert af öðru. „Jóhannes
Kristjánsson úr Stykkishólmi
kemur og byggir þarna á Melnes-
inu fiskverkunarhús og er með tvo
báta, Hafdísina og Faxafellið.
Kristján Guðmundsson kemur
líka úr Stykkishólmi um áramótin
1959 og 1960 með Tjaldinn og
rær honum og fer að verka þar
fisk í húsum sem hann reisir árið
1965. Fyrstu húsin sem voru
byggð í Rifi voru verbúðir sem
standa á uppfyllingu fyrir neðan
bakkann. Þær voru nýttar sem
beitningaraðstaða og veiðarfæra-
geymsla fyrir bátana. Fyrst þrjár
og síðan fleiri á eftir. Svo kemur
Sigurður Magnússon frá Eskifirði
kenndur við Víði. Hann byggir
stórt og mikið fiskverkunarhús
sem hann selur svo síðar Sigurði
Agústssyni úr Stykkihólmi þar
sem nú er fiskréttaverksmiðja