Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 53

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 53
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 51 sagði þegar við keyptum trilluna að það væri svo mikilvægt að ráða sér sjálfur því þá væri hægt að ráða sínum frítíma. En með tilkomu trillunnar varð raunin töluvert önnur. Þá hófst vinnan fyrst fyrir alvöru.“ Með grásleppu og jötunuxum á Barðaströnd I apríl flutti fjölskyldan sig á Barðaströndina og þar var grá- sleppuútgerð stunduð fram í júlí- mánuð. Þetta reyndist mjög annasamur tími en var um leið ævintýri því aðstæður allar voru mjög frumstæðar. Og nú hefur Erla orðið: „Við bjuggum fyrsta árið í eldgömlum vegavinnuskúr og svo óheppilega vildi til að það var óvenju kalt það vor svo það var stöðugur trekkur inn í skúrn- um, einangrunin var ekki betri en svo að það blés inn á milli spýtna í veggjunum. Arið eftir fluttum við yfir í verkunarhúsið og bjuggum þar á gluggalausri kaffistofunni. Það var nú ekki mjög vistlegt heldur, alltaf dimmt og jötunuxar skríðandi um allt. Maður varð að passa upp á það þegar börnin sváfu, ef þau sváfu með opinn munninn, að jötunuxarnir skriðu ekki upp í þau,“ segir hún og hlær. „Síðan ákváðum við að flytja aftur í skúrinn, hann reynd- ist, þrátt fyrir allt, langtum betri vistarvera. Loks keyptum við okkur bústað sem við fluttum þangað og þar með var þessari vosbúð lokið.“ Erla segir það í raun ótrúlegt að hafa ætlað sér að stunda útgerð á þessum stað, að- stæðurnar voru það erfiðar og iðu- lega hafi komið þarna sandstorm- ar og þá smaug sandurinn inn í vistarverurnar. „Alltaf sama Iánið yfir þér“ Aðstæður til útgerðar voru ekki síður frumstæðar. Þarna voru fjórir bátar sem stunduðu grá- sleppuveiðar. Yegna þess að engin var höfnin þá urðu bátarnir að vera á legu skammt frá landi. Síð- an þurfti að róa á litlum árabát með afla og veiðarfæri í land. „Þegar svo í land var komið þá vorum við með gamlan rússajeppa sem dró árabátinn upp sandinn til að stytta leiðina upp í verkunar- húsið. Síðar útbjuggum við sér- smíðaðan vagn sem gerði okkur kleift að keyra árabátinn alveg inn í verkunarhús. Ég og krakkarnir rérum og Erla vann í landi. Fyrst voru það eldri börnin sem réru með mér, Gísli og Hulda en síðan bættist Orvar í hópinn,“ segir Marteinn. I vondum veðrum var ekki óhætt að skilja bátana eftir mannlausa á legunni og þá þurfti Marteinn að dúsa þar. Þau hjónin eru sammála um að þessi tími á Barðaströndinni sé afar minni- stæður, sérstaklega vegna aðstæðn- anna sem við var að glíma. Hrognin seldust auðvitað misvel eftir því hvernig áraði en aflinn gat orðið gríðarlegur á stundum. „Málið var auðvitað að halda áfram og gefast ekki upp þó illa áraði í sölunni. Eg man eftir eitt erfiða árið þá gáfust þeir upp sem höfðu verið með okltur en við ákváðum að halda áfram. Sú ver- tíð reyndist vera einhver sú albesta í langan tíma. Utkoman eftir vor- ið var 25 tonn af hrognum og við stöltuðum í 180 tunnur." Erla tekur undir og rifjar upp það sem bróðir Marteins sagði við hann eftir þetta mikla aflavor: „Það er alltaf sama lánið yfir þér.“ „Já, maður hefur alltaf verið óskaplega heppinn með þetta allt saman,“ segir Marteinn. Eftir að grá- sleppuvertíðinni lauk var farið á handfæri fram á haustið. Eldað í Mafíunni Eftir að hafa átt tvær trillur sem að sjálfsögðu báru nafnið Sverrir, kom sú þriðja til sögunnar árið 1988. Það var bátur af gerðinni Gáski 1000 sem einnig fékk Sverrisnafnið. Þá var komin meiri alvara í trilluútgerð fjölskyldunn- ar, þ.e. hún fór að standa yfir árið um kring. Þeir feðgar Marteinn og Gísli fóru að sækja frá Ólafsvík yfir vetrartímann. „Við vorum með herbergi í Mafíunni hér í Ólafsvík sem svo er kölluð, og svo lönduðum við hjá Hróa og vorum afar ánægðir með þjónustuna þar,“ segir Marteinn. Hann rifjar upp eftirminnilegt atvik í Mafí- unni: „Við Gísli stálumst til að vera með hellu inni á herbergi til að geta eldað okkur mat, en það var stranglega bannað. Eitt skipt- ið var komið í pottana og við brugðum okkur rétt frá en vitum svo ekki fyrr til en brunavarna- kerfið fer í gang. Við hlupum inn og opnuðum alla glugga og reynd- um að feykja reyknum út með tuskum. Húsvörðurinn kannaði á öll herbergin, hvað hefði eiginlega gerst og auðvitað þóttumst við ekki kannast neitt við neitt þegar bankað var upp á hjá okkur.“ Sverrisnafnið hefiir íylgt Marteini frá upphafi.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.