Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 21
19
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004
sögu er gerð skil á öðrum stað í
blaðinu. Til að klára vertíðina var
nýr bátur tekinn á leigu sem hét
Trausti og er Sævar vélstjóri á
honum.
Skipstjóraferillinn hefst
Haustið 1956 fer Sævar í Stýri-
mannaskólann í Reykjavík og þar
eru með honum margir lands-
þekktir skipstjórar og útgerðar-
menn. Eftir skólann er hann svo
stýrimaður á Faxafellinu hjá þeim
mæta manni Markúsi Þórðarsyni.
Næstu þrjár vertíðir 1959 til 1961
er Sævar stýrimaður hjá aflamann-
inum Sigurði Kristjónssyni, fyrst á
Armanni, svo á Stíganda og síðast
á Skarðsvíkinni þeirri fyrstu sem
hann eignaðist.
„Það var svo haustið 1961 sem
við feðgar, við Kristinn Jón og
faðir okkar, kaupum Hamar frá
Sandgerði. Þetta var mjög góður
57 lesta bátur og í góðu standi og
við vorum ákaflega heppnir með
hann alla tíð. Þarna hefst minn
skipstjóraferill. Við byrjuðum á
línu og rérum alla þessa vertfð
með línu. Það gekk strax vel hjá
mér að fiska á línu og það má
segja að það sé sá veiðiskapur sem
hafi verið í mestu uppáhaldi hjá
mér. Eg sótti mikið út í Kyrrðina
og vestur í Álinn og rérum við oft
þrjá og fjóra tíma þarna út og þá
var oft mjög gott fiskirí á þessum
slóðum þessi fyrstu ár okkar í út-
gerðinni,“ segir Sævar. Það er við-
urkennt meðal sjómanna að Sævar
var mikil „línumaður“ og hann
stóð harður á móti togveiðum á
Breiðarfirði þegar línuveiðar voru
stundaðar á þessum hefðbundnu
vertíðarbátum á milli 1965 og
1980. Oft var hart barist um
þessi veiðarfæri á fundum útgerð-
armanna á Snæfellsnesi á þessum
árum og lét Sævar ekki sitt eftir
liggja í þeirri baráttu ásamt öðrum
á utanverðu Nesinu. Hann var
rökfastur og sagði sína meiningu.
„Nonni bróðir kemur sem stýri-
maður eftir að hann lýkur skóla
og svo fór hann fljótlega að leysa
mig af á sumrin sem skipstjóri á
milli línu- og netavertíða. Fyrsta
sumarið fórum við á humartroll í
Jökuldjúpið, eitt sumar á síld. Oll
þau sumur á eftir og á meðan við
áttum Hamar voum við svo á
handfærum,“ rifjar Sævar upp.
Saxhamar SH 50 smíðaður
„Þegar hér er komið sögu förum
við út í það að láta byggja fyrir
okkur nýtt stálskip en samningur
um smíði skipsins var undirritað-
ur 9. okt. 1967, sama dag og okk-
ur hjónum fæddist sonur. Miklir
erfiðleikar voru á þessum árum í
skipasmíði og dróst þó nokkuð að
fá skipið en allt fór þetta vel að
lokum. Við fengum svo Saxham-
ar afhentan í febrúarlok 1969 og
var hann 110 lestir. Það gekk nú
þannig fyrir sig að þennan vetur
voru svo mikil frost að Arnarvog-
inn lagði en skipið var smíðað í
Stálvík í Garðabæ. Þurfti að
sprengja lænu til þess að koma
skipinu út. Það beið mín mjög
góður mannskapur þegar ég kem
með skipið í Rif. Eg reri alla þessa
vertíð á línu en Nonni var á net-
um á Hamri.“
Segja má að Sævar hafi verið
brautryðjandi með því að róa með
tvöfaldan línugang á Saxhamri hér
við Breiðafjörð en það var þriðja
vertíðin hans á bátnum. Þetta var
svo tekið upp af mörgum en það
er að sjálfsögðu mikil hagkvæmni
í því. „Eftir þessa þriðju vertíð
var svo komið að Jóni bróður
fannst Hamar heldur lítill fyrir sig
og við keyptum þá Jökul frá Rauf-
arhöfn sem heitir Hamar SH 224
í dag og fljótlega eftir það skipt-
um við upp útgerðinni, Jón með
Hamar og ég með Saxhamar. Það
skiptust að sjálfsögðu á skin og
skúrir í útgerðinni. Sum árin
betri og önnur lakari eins og
gengur en áfram er haldið að end-
urnýja. Árið 1972 er Saxhamar
lengdur og var þá orðin 128 lestir.
Síðan er byggt yfir hann 1980 og
seinna sett á hann nýtt stýrishús.
„Eg reri með línu á haustin og
skipti svo yfir á net á vetrarvertíð.
Sumrin voru alltaf vandamál því
það var erfitt að hafa mannskap-
inn án vinnu allt sumarið. Við
byrjum þá á því að prófa að fara á
reknet 1972. Fyrst hérna heima
og síðan suður fyrir land og endir-
inn var sá að við vorum á reknet-
um öll sumur fram til ársins
1980. Þá var farið að reyna fyrir
sér á rækjuveiðum sem stundaðar
voru nokkur ár á eftir.“
Brotsjórínn
Skjótt skipast veður í lofti því
Sævar varð skyndilega að hætta á
sjónum eftir um 25 ára starf árið
1980 og það kom ekki til af góðu.
„Við höfðum nýhafið vetrarvertíð
1980 á Saxhamri og vorum stadd-
ir í Norðurkantinum í miklu
sunnanroki. Það var það slæmt
veður að ég hætti við að draga og
andæfði við baujuna. Eg vonaðist
til þess að hann mundi hægja þeg-
ar að hann sneri sér í vestrið en
það fór nú aldeilis á annan veg.
Það gerði ofsaveður að vestan og
mældust allt upp í 16 vindstig svo
það var ekkert annað hægt að gera
en að snúa til lands. Þegar við
erum að leggja af stað kemur gríð-
arlegt brot á bátinn að aftann.
Saxhamar SH 50.