Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 36

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 36
34 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 Ætlaði að verða bóndi Guðmundur Runólfsson fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður í Grundarfirði Guðmundur Runólfsson og kona hans Ingibjörg Kristjánsdóttir búa nú í íbúðum aldraðra að Hrannarstíg 18 í Grundarfírði. Bæði er þau komin af léttasta skeiði, hann fæddur 1920 og hún tveimur árum yngri, fædd 1922. Saman eiga þau uppkomin 8 börn, 7 drengi og eina stúlku og öll þeirra nema eitt búa og starfa í Grundarfirði. Þau eru góð heim að sækja og taka vel á móti undirrituðum þegar hann leitar hófanna fyrir Sjómannadagsblað- ið. Guðmundur hefur í gegnum tíðina verið athafnamaður og á þeirri leið sigrast á því mótlæti sem honum hefúr mætt á sama hátt hefúr hann staðið upp keik- ur aftur eftir tvö erfið heilsufarsá- föll. En þessi heilsufarsáföll hafa hins vegar leikið minni hans grátt en samt sem áður á góðum degi þegar vel liggur á honum, koma gamlar minningar fram í dagsljósið á ný. Guðmundur er fæddur í Stekkj- artröð í Eyrarsveit, sonur Runólfs Jónatanssonar og ekkjunnar, Sess- elju Gísladóttur. Þau fluttu með soninn út í Grafarnes hálfs árs gamlan þar sem þau urðu eins- konar frumbyggjar því þar var enn ekki hafin myndun þorps þótt tilraun hafi verið gerð til þess Runólfiir norski á leið með fiillfermi af síld til Stykkishólms 1962. upp úr aldamótunum þegar Nes- húsin voru reist. Það verður faðir Guðmundar sem hefur uppbygg- ingu þorpsins er hann byggir hús sitt nokkuð innarlega við Grund- argötuna sem síðar var svo nefnd. Húsið sem Runólfur byggði nefndist Götuhús. Leikvöllur Guðmundar varð fjaran og klettarnir við sjóinn þar sem hann lét sig dreyma um framtíðina. Leikfélaga var helst að fá á næstu bæjum eða inn í Gröf og út að Hellnafelli en þangað var nokkuð lengri spölur en inn á Grafarbæ- ina. Þegar hann óx úr grasi upp- lifði hann fyrstu tilraunir til þess að hefja uppbyggingu þorpsins í Grafarnesi en sú uppbygging tengdist að öllu leyti baráttu fram- sækinna manna í Eyrarsveit til þess að hefja útgerð þaðan og koma upp aðstöðu til að koma með aflann að landi og síðan vinnslu hans með stofnun Hrað- frystihúss Grundarfjarðar. Það var hins vegar sveitarómantíkin sem heillaði hann ungan og gerð- ist hann vinnumaður í nokkur ár á Gríshóli í Helgafellssveit og síð- an á Setbergi í Eyrarsveit en þar var þá prestur séra Jósep Jónsson. Það vantaði hins vegar unga og hrausta menn til að taka þátt í út- gerðarævintýri í Grafarnesi. Guð- mundur sneri baki við sveitinni þegar faðir hans kallaði á hann og fór til sjós á bát en það var Svan- ur SH 111 sem var annar tveggja báta sem fyrst voru gerðir út á heilsárgrundvelli frá Grafarnesi. Skipstjóri á þeim báti sem oft var kallaður Hamrasvanur var Páll Þorleifsson. Páll var aðaleigandi þessa báts en faðir minn átti hlut í honum og einnig Sigurður Agústsson. Guðmundur segist hafa lært mikið af Páli skipstjóra um vinnubrögð til sjós, hann var þó ekki alveg ókunnur sjó- mennsku þegar hann réðist á Svan því hann hafði farið með föður sínum á skakskútu sem gerð var út frá Stykkishólmi í tvö sumur áður en hann fór í vinnumennsku í sveit. Útgerðarsagan hefst Það kom síðan að því fljótlega að Guðmundur hugðist sjálfur hefja útgerð. Hann réðist í það að láta byggja fyrir sig bát á Norðfirði og Guðmundur Runólfsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir með börnum sínum. Þau eru f.v. tvíbura- systkinin Unnsteinn og María Magdalena en þau eru yngst. Síðan eftir aldri: Svanur, Guðmundur Smári, Ingi Þór, Páll, Kristján og Runólfur.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.