Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Síða 58

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Síða 58
56 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 smíðaður í Stykkishólmi 1967. Rúmu ári síðar keyptum við Bjarma SH 207 gagngert til þess að auka veiðiheimildir okkar. A þessum árum steig ég mín fyrstu spor sem skipstjóri. Pabbi hafði farið í land til þess að stýra salt- fiskvinnslu sem við vorum farin að starfrækja. Veturinn 1991 greindist móðir mín með illvígt krabbamein sem dró hana til dauða á örfáum mánuðum. Á þeim tíma sá Bjarni um fiskverk- unina en ég um útgerðina. Eignast útgerðina Árið 1993 hætti Bjarni bróðir í útgerðinni og fluttist til Reykja- víkur. Kaupi ég þá hans hlut í út- gerðinni. Á þessum árum var búið að vera mikill niðurskurður á aflaheimildum í þorski og þrengdi nú heldur að í útgerð hefðbund- inna vertíðarbáta. Við vorum með nokkuð gamlan trébát sem dýrt var að halda við. Var nú far- ið á stúfana að leita að heppileg- um bát. Eftir nokkra leit fundum við þann bát sem ég geri út í dag. Þetta er 24 brúttótonna stálbátur smíðaður í Njarðvík 1989 og lét- um við útbúa hann til dragnóta- veiða. Fyrstu árin vorum við ein- göngu á dragnót. Á síðustu árum hef ég farið á þorskanet part úr vetri. Árið 2000 ákvað pabbi að draga sig í hlé frá útgerðinni. Hann festi kaup á jörðinni Ytri Skeljabrekku í Borgarfirði og sett- ist þar að með sambýliskonu sinni, Ingigerði Jónsdóttur. Keypti ég þá hans hluta í Utgerð- arfélaginu Hjallasandi ehf. og hef starfrækt það síðan. Auka veiðiskylduna Mér líkar best við dragnótina af þeim veiðarfærum sem ég hef prófað. Það er alltaf eitthvað spennandi við það þeg- ar maður er búinn að kasta og bíður eftir að nótin komi upp. Svo er mikill kostur að hafa veið- arfærið alltaf um borð í bátnum ef maður vill skipta um veiðisvæði eða ef veður versnar. Hvað kvóta- kerfið varðar er ekki margt sem ég vildi breyta. Það mætti kannski auka veiðiskylduna eitthvað ann- ars er ég á móti því að vera að hræra stöðugt í hlutunum. Menn verða að geta haft einhvern stöð- ugleika til þess að geta skipulagt reksturinn eitthvað fram í tímann. Netarallið var nauðsynleg við- bót við stofnstærðarmælingar Hafró. Togararallið eitt og sér tel ég mjög ófullkomna leið til þess að mæla stærð veiðistofna. Ann- ars fmnst mér alltof lítið mark tekið á áliti okkar sjómanna sem erum að veiða þessa titti árið um kring.“ Orn segist nokkuð sáttur við hafnaraðstöðuna. „Hafnaraðstað- an á Rifi er að mörgu leyti ágæt. Þó má ýmislegt laga, það þyrfti að auka viðlegupláss fyrir stærri bát- ana vegna þess að í suðaustan hvassviðrum er nánast ógerlegt að hafa báta utaná hverjum öðrum vegna hreyfingar. Með tilkomu nýju bryggjunnar á norðurgarðin- um hefur orðið bylting hvað varð- ar aðstöðu minni báta.“ í vinsælli danshljómsveit Eins og áður sagði er Örn í vin- sælli danshljómsveit. „Áhugi minn á tónlist kviknaði snemma. Ég var víst alltaf syngjandi sem krakki og hlustaði mikið á tónlist. Oft fór maður út í Skjaldartöð því að móðurbræður mínir áttu alveg „heví græjur“ sem voru stilltar hátt og spilað var mikið af alls- konar tónlist. Það var svo ekki fyrr en ég var kominn yfir tvítugt að ég fór að fikta við að spila á hljóðfæri. Veturinn sem ég var í Stýrimannaskólanum bjó ég í kjallaraherbergi og til að drepa tímann á kvöldin glamraði ég á gítar sem Ásdís systir hafði lánað mér. Þetta var ágætt, ég truflaði Bára SH 27. Myndin er tekin í Rifshöfn. Hljómsveitin Bít. F.v. Loftur, Örn, Reynir, Sigurbjörg og Þorkell.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.