Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Page 58
56
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004
smíðaður í Stykkishólmi 1967.
Rúmu ári síðar keyptum við
Bjarma SH 207 gagngert til þess
að auka veiðiheimildir okkar. A
þessum árum steig ég mín fyrstu
spor sem skipstjóri. Pabbi hafði
farið í land til þess að stýra salt-
fiskvinnslu sem við vorum farin
að starfrækja. Veturinn 1991
greindist móðir mín með illvígt
krabbamein sem dró hana til
dauða á örfáum mánuðum. Á
þeim tíma sá Bjarni um fiskverk-
unina en ég um útgerðina.
Eignast útgerðina
Árið 1993 hætti Bjarni bróðir í
útgerðinni og fluttist til Reykja-
víkur. Kaupi ég þá hans hlut í út-
gerðinni. Á þessum árum var
búið að vera mikill niðurskurður á
aflaheimildum í þorski og þrengdi
nú heldur að í útgerð hefðbund-
inna vertíðarbáta. Við vorum
með nokkuð gamlan trébát sem
dýrt var að halda við. Var nú far-
ið á stúfana að leita að heppileg-
um bát. Eftir nokkra leit fundum
við þann bát sem ég geri út í dag.
Þetta er 24 brúttótonna stálbátur
smíðaður í Njarðvík 1989 og lét-
um við útbúa hann til dragnóta-
veiða. Fyrstu árin vorum við ein-
göngu á dragnót. Á síðustu árum
hef ég farið á þorskanet part úr
vetri. Árið 2000 ákvað pabbi að
draga sig í hlé frá útgerðinni.
Hann festi kaup á jörðinni Ytri
Skeljabrekku í Borgarfirði og sett-
ist þar að með sambýliskonu
sinni, Ingigerði Jónsdóttur.
Keypti ég þá hans hluta í Utgerð-
arfélaginu Hjallasandi ehf. og hef
starfrækt það síðan.
Auka veiðiskylduna
Mér líkar best við dragnótina af
þeim veiðarfærum sem ég hef
prófað. Það er alltaf
eitthvað spennandi við það þeg-
ar maður er búinn að kasta og
bíður eftir að nótin komi upp.
Svo er mikill kostur að hafa veið-
arfærið alltaf um borð í bátnum ef
maður vill skipta um veiðisvæði
eða ef veður versnar. Hvað kvóta-
kerfið varðar er ekki margt sem ég
vildi breyta. Það mætti kannski
auka veiðiskylduna eitthvað ann-
ars er ég á móti því að vera að
hræra stöðugt í hlutunum. Menn
verða að geta haft einhvern stöð-
ugleika til þess að geta skipulagt
reksturinn eitthvað fram í tímann.
Netarallið var nauðsynleg við-
bót við stofnstærðarmælingar
Hafró. Togararallið eitt og sér tel
ég mjög ófullkomna leið til þess
að mæla stærð veiðistofna. Ann-
ars fmnst mér alltof lítið mark
tekið á áliti okkar sjómanna sem
erum að veiða þessa titti árið um
kring.“
Orn segist nokkuð sáttur við
hafnaraðstöðuna. „Hafnaraðstað-
an á Rifi er að mörgu leyti ágæt.
Þó má ýmislegt laga, það þyrfti að
auka viðlegupláss fyrir stærri bát-
ana vegna þess að í suðaustan
hvassviðrum er nánast ógerlegt að
hafa báta utaná hverjum öðrum
vegna hreyfingar. Með tilkomu
nýju bryggjunnar á norðurgarðin-
um hefur orðið bylting hvað varð-
ar aðstöðu minni báta.“
í vinsælli danshljómsveit
Eins og áður sagði er Örn í vin-
sælli danshljómsveit. „Áhugi
minn á tónlist kviknaði snemma.
Ég var víst alltaf syngjandi sem
krakki og hlustaði mikið á tónlist.
Oft fór maður út í Skjaldartöð því
að móðurbræður mínir áttu alveg
„heví græjur“ sem voru stilltar
hátt og spilað var mikið af alls-
konar tónlist. Það var svo ekki
fyrr en ég var kominn yfir tvítugt
að ég fór að fikta við að spila á
hljóðfæri. Veturinn sem ég var í
Stýrimannaskólanum bjó ég í
kjallaraherbergi og til að drepa
tímann á kvöldin glamraði ég á
gítar sem Ásdís systir hafði lánað
mér. Þetta var ágætt, ég truflaði
Bára SH 27. Myndin er tekin í Rifshöfn.
Hljómsveitin Bít. F.v. Loftur, Örn, Reynir, Sigurbjörg og Þorkell.