Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Síða 70

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Síða 70
68 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 Ræða í Ólafsvíkurkirkju á sjómannadag 2003 Til gamans má geta þess að Jó- hanna í Bifröst var einn af stofnfé- lögum Hjúkrunarfélags Ólafsvík- ur um 1920 ásamt Sigrúnu í Baldurshaga, Mettu Kristjánsdótt- ur, Ragnheiði Eyjólfsdóttur og Þórheiði og Laufeyju Einarsdætr- um. í dag er sjómannadagur. Á þess- um degi gleðjast sjómenn um allt land og þakka allt sem vel hefur tekist á liðnu ári. Mér þykir vænt um að mega ávarpa ykkur með nokkrum orðum hér í kirkjunni á þessum hátíðisdegi. Ég veit að sjómenn í Ólafsvík minnast þeirra félaga sinn sem horfið hafa af sviðinu á síðustu árum og ennfremur allra þeirra sem horfið hafa af öðrum orsök- um. AJlir hafa þessir góðu drengir sett svip sinn á heimabyggð sína sem aldrei gleymist. Öllum er mikill harmur þegar ungir menn á góðum starfsaldri með nánast óskerta starfskrafta og í blóma lífs- ins eru burtkallaðir. Allir væntu svo mikils af þeim og svo miklar vonir höfðu verið bundnar við þá. Hér í Ólafsvík eru því næst allir nátengdir sjónum og því sem úr sjónum fæst. Þó að sjómennskan hafi breyst á síðustu árum frá stór- um bátum í smærri báta þá vita sjómenn og skilja best að harð- snúin sjómennska við erfiðar að- stæður og tíðum erfið veður er forsenda þess að við Islendingar fáum enn staðist sem þjóð. Óls- arar finna til skyldleika við alla sjómenn á Islandi hvaðan sem þeir róa og hvar sem þá kynni að bera að landi. Miklar breytingar hafa orðið hér í Ólafsvík á síðustu árum sem glöggt má sjá af frásögn Elínborg- ar Ágústsdóttur frá Mávahlíð sem hún ritar eftir Jóhönnu í Bifröst. Ég fékk góðfúslegt leyfi Auðar, dóttur Elínborgar, að segja frá lífs- baráttu fólks fyrr á árum: ,,Á þessum árum var vaskaður fiskur í Ólafsvík. Aðstæður voru oft slæmar í hálf opnum skúrum eða undir berum himni við fisk- reitina. Ofi: var nú frosið í körun- um á morgnana þegar konur mættu til vinnu þegar sá árstími var en þessar aldamótahetjur létu það ekki á sig fá þó að naglakulið ætlaði að nísta þær í sundur. Þær bitu bara á jaxlinn og brutu klak- ann á körunum eins og ekkert væri. Þetta brauðstrit fólksins á þessum löngu liðnu dögum er eins og þjóðsögur fyrir okkur í dag sem ekki höfum þurft að takast á við svona harða lífsbar- áttu. Árið 1918 var kallað í Ólafsvík þrautaárið mikla fyrir margar sakir, skipskaðar, tíðarfar mjög erfitt, mikill frostavetur svo elstu menn mundu eldei annan verri. Var þá oft 26 gráðu frost að deginum en 28 að kvöldi. Isalög voru þá um allan Breiðafjörð svo bátar komust ekki á sjó vikum saman. Þá fóru menn á ís frá Rauðu steinum undir Enni að Búlandshöfða. Á þessum kalda vetri sagði Jóhanna mér frá því að hvergi hefði verið hægt að geyma mjólk því allt botnfraus. Þá bað hún Alexander, bróðir sinn, að smíða fyrir sig kistu sem hægt væri að hafa inni í baðstofu til að geyma mjólkina í. Jóhanna bjó þannig um mjólkina að hún setti ullarflóka í botninn á kistunni, mjólkina í fötur og ull ofan á. Þetta ráð gafst vel. Kista þessi er enn til því Jóhanna gaf Elínborgu kistu þessa sem hún lét mála og setja á ártalið 1918. Kistan er nú í gamla Pakkhúsinu í Ólafsvík sem og margir aðrir hlutir úr búi Jóhönnu.“ Svona hefur lífsbarátt- an verið erfið en fólkið dó ekki ráðalaust sem sést best á því hvað Jóhanna var ráðagóð. Ég lýk hér orðum mínum með ljóði sem heitir Svona er lífið en höfundur er ókunnur: Að lokum óska ég sjómönnum, fjölskyldum þeirra og öðrum bæj- arbúum til hamingju með daginn og bið öllum guðsblessunar. Svanhildur Pálsdóttir Er úti orðið kyrrt og inni allt svo hljótt frá ysnum þreyttir hvílast svo undur sofa rótt. Þá dreymir fagra drauma um dásemd, frið og ást sem alls ekki í vökunni um eilífð munu sjást. Þá sit ég einn og vaki og velti fyrir mér hvað í veröldinni er það sem lífið gaf af sér. Er það þessi þrældómur að þrauka gegnum lffið með rétt nóg fyrir sig. Þess vegna er fólkið svo þreytt og sefur fast það er ekki háðung og ekki heldur last. Þó ég segi sjálfur að svona er lífið þreytt sviti tár og verkir og eftir? Ekki neitt. Sjómenní RARIK íípmcU TiC Fiamingju með daginn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.