Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 32
30
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004
Hér var gaman og gott að koma. Þarna er Silfur-
garðurinn, frægt hafnarmannvirki, og Bókhlöðu-
húsið og allt var þetta skoðað og um leið notið
blíðviðrisins. Eftir nokkuð labb um eyjuna var svo
farið í kirkjuna sem var byggð 1926, fallegt og stíl-
hreint hús og hún skoðuð.
Eftir þessa ágætu skoðunarferð um Flatey með
frábærri leiðsögn Jóhanns Kristjánssonar var farið
að huga að heimferð. Skipsfélagar Jóhanns frá ver-
tíðinni komu við á heimili hans og fengu þar góðar
móttökur. Ollum var síðan hóað um borð og leyst-
ar landfestar. Leifur benti okkur á Oddbjarnarsker
í vestur af Flatey en frá því skeri var útræði hér áður
fyrr. Nú var ekki farið beint strik í Rif. Karlarnir
voru eitthvað að bralla. Leifur var mjög íbygginn
við stýrið og var stöðugt með augun á áttavitanum.
Eftir drjúgan tíma sáust eyjar fyrir stafni. Einhver
sagði að þetta væru Bjarneyjar og það reyndist rétt
vera. Þar var farið upp undir land, stoppað og sett-
ur út lítill bátur sem nokkrir karlanna fóru í og
reru í land. Þegar þeir komu aftur voru þeir með
helling af svartsbakseggjum. Góður slatti af eggj-
unum var settur í pott í hvelli og soðinn og sum
eggin á pönnu og spæld og síðan borðuð með bestu
lyst af ferðalúnu og svöngu fólki. Eftir þetta gekk
ferðin án stórviðburða. Það var orðið áliðið kvölds
þegar lagst var að bryggju í Rifshöfn. Að leiðarlok-
um voru allir himinlifandi ánægðir yfir þessari
skemmtilegu og sérstöku ferð. Flest vorum við ung
og rómantísk en skemmtunin og ánægjan yfir ferð-
inni var sameiginleg hjá öllum í hópnum. Leifi
Jónssyni og skipshöfn hans var þakkað fyrir að hafa
stjórnað þessari ferð. Nú, næstum hálfri öld síðar
er gaman að minnast þessa skemmtilega dags.
Hrefna Magnúsdóttir
Ferðahópurinn, allir nema Elín sem tók myndina. Talið frá vinstri: Jó-
hann, Jóhann Karlsson, sonur Ingibjargar, Skiili, Asta, Hlöðver, Sigur-
björg, Kristín, Hrefna, Leifiir Jónsson, skipstjóri, Ingibjörg, Kristín
Karls, Eggert, Matthías Pétursson, kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Hell-
issands og Guðmundur.
Hér eru þeir í bátnum sem fóru í land í Bjarneyjum. Talið frá skut: Egg-
ert, Guðmundur, Hlöðver og Jóhann.
(3f vil senda sjómönnum í Qfbnœfelbbœ
ecjfðbkpldum peirm
mínar bestu kvedjur í tilefnisjómannadag'sins.
Haraídur Guchnundsson.