Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 6

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 6
4 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 Vigfús Vigfússon, byggingameistari í Ólafsvík Vafalaust reka margir upp stór augu þegar þetta viðtal við Vig- fus Kristin Vigfussons, bygginga- meistara í Olafsvík, birtist í Sjó- mannadagsblaði Snæfellsbæjar. Vigfus var aldrei á sjó og ætlaði sér aldrei að verða sjómaður á sínum æskuárum þó að hann hafi reyndar beitt eina vertíð í Krossa- víkinni hjá Runólfi Dagssyni. Hann var ákveðin í að verða tæknifræðingur. Störf Vigfúar eru samt svo tengt uppbyggingu bæjarfélagsins að ekki verður skilið á milli sjómennsku og þess starfs sem hann vann af trú- mennsku alla sína tíð og gerir enn þó hann verði áttræður á þessu ári. Allir eldri bæjarbúar vita að hann hefúr smíðað mikið af húsum fyrir sjómenn í Ólafs- vík og einnig mikið um borð í bátum þeirra eins og fram kemur í þessari grein. Þá reisti hann mörg þeirra húsa sem eru í at- vinnustarfsemi ennþá og svo mætti lengi telja. Eiginkona Vig- fúsar er Herdís Hervinsdóttir og er innfæddur Ólsari, dóttir sjó- manns og skipstjóra. Til að fræðast um hina löngu starfsæfi Vigfúsar tók Sjómannadagsblað- ið hús hjá þeim hjónum eitt kvöldið á vordögum og var spjall- að um heima og geyma. Byrjum fyrst á að spyrja um ætt og uppruna „Eg er fæddur á Hellissandi 14. desember 1924, í húsinu Gimli við Keflavíkurgötu sem nú er. Foreldrar mínir voru þau Kristín Jensdóttir húsmóðir og Vigfús Jónsson smiður. Ég er 6. í röð 13 systkina.“ Þetta hús, Gimli, keypti faðir Vigfúsar í Ólafsvík og flutti það út á Hellissand í þremur ferð- um á bringingarbát sem hét Sæ- mundur. Þessu skipi var róið af átta mönnnum þegar segl dugðu ekki til. Vigfús eldri ólst upp í Ólafsvík frá fjögurra til 16 ára ald- urs hjá Jóhönnu fóstru sinni, Jónsdóttur sem stofnaði Sparisjóð Ólafsvíkur á sínum tíma. Vigfús byrjar að læra húsasmíði hjá föður sínum árið 1942 og hann fær sveinsbréfið 1946. Það var ekki mikið um byggingar á Hellissandi á þessum árum og varð hann því að vinna það sem til féll. M.a. múraði hann Barna- skólann með Sigurði Sandhólm sem seinna varð verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Hellissands. Gef- um Vigfúsi orðið: „Árið 1944 fór ég til Reykjavíkur og vann hjá Guðmundi Halldórssyni bygg- ingameistara, frænda mínum, en hann átti Byggingafélagið Brú og lauk ég námi hjá honum. Á með- an ég var í Iðnskólanum vann ég við smíðar. Þegar ég hafði lokið skólanum 1946 og kominn með sveinsbréf uppá vasann langaði mig í framhaldsnám til Danmerk- ur. Ég sótti þá um inngöngu í Tekniske selskabskole í Kaup- mannahöfn með góð meðmæli frá skólastjóra Iðnskólans upp á vas- ann. Ég fékk fljótlega svar frá skólanum þar sem mér var lofað inngöngu í skólann og einnig dvöl á heimavist skólans meðan á nám- inu stæði. Herdís hafði einnig sótt um skólavist á hússtjórnar- skóla í Danmörku og fékk inni svo að nú varð að sækja um gjald- eyri og það var sýnd veiði en ekki gefin á þessum árum. Éoks kom það svar að ekki fengist gjaldeyrir fyrr en eftir eitt ár og óvíst með framhaldið. Svona var ástandið þá. Við treystum okkur ekki út í þessa óvissu svo að ekkert varð af skólavistinni hjá frændum vorum Dönum. Ég hafði þá byggt hús árið 1947 að Sigtúni 37 í Reykjavík fyrir systir mína Svöfu og mág minn, Helga Hallgrímsson arkitekt. Þetta hús er beint fyrir framan Vigfós Jónsson og Kristín Jensdóttir. Sjdmenrt! Tif hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.