Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 22

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 22
20 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 Rifshöfnin í byggingu árið 1953. Fremst á myndinni eru bátar Friðþjófs, þeir Óskar og Straumur. Mynd: Helga Hermannsdóttir Brotið fer í gegnum hurðina á stýrishúsinu. Bragi Valdimarsson, einn skipverjinn, sér brotið koma og kallar til mín að vara mig og um leið skellur sjórinn á mér og ég kastast upp í siglingatækin og rek höfuðið í þau og við það missi ég meðvitund. Þaðan fer ég svo í astiktækið. Sjórinn æðir í gegn- um stýrishúsið og út um hurðina bakborðsmegin. Stýrimaðurinn, Reynir Benediktsson, kastast út um hurðina og hangir þar á rekk- verkinu en slapp við að hendast fyrir borð. Þegar ég ranka við mér er búið að drösla mér inn í skipstjóraklefann. Öll stjórntækin í brúnni fóru úr sambandi og stýr- ið var fast. Skipið rak stjórnlaust og ég man að það fyrsta sem ég segi við strákana að þeir verði að dæla út olíu til að draga úr hættu á fleiri brotum á bátinn. Stóra talstöðin fór í samband sjálf og við vorum í beinni út- sendingu og allir sem voru að hlusta á bátabylgjuna heyrðu strax hvað var að gerast og komu fljót- lega til okkar. Fyrsti báturinn sem kom að okkur var Brimnesið SH og skipstjóri þar var Kristján Jóns- son. Hann lét reka með okkur og ég varð strax rórri þegar ég sá hann við hliðina á okkur. Strák- arnir gátu fljótlega losað stýrið og við sigldum sjálfir í land með þeim Kristjáni á Brimnesinu og Erni Hjörleifssyni á Tjaldi og fleiri bátum sem fylgdu okkur til hafnar.“ Ekki var hægt að senda Sævar suður á sjúkrahús þá um kvöldið vegna þess að veðrið var svo slæmt en í ljós kom að höfuðkúpan hafði sprungið og lærleggur á vinstri fæti brotnaði við höggin sem hann fékk. Hann lá á sjúkra- húsi í tíu vikur og var alveg frá vinnu í eitt ár. „Þetta var nátt- úrulega mikið áfall. Báturinn frá veiðum og ég á sjúkrahúsi. Þá kom í ljós hve fjölskyldan öll er mikilvæg á erfiðum stundum," segir Sævar. Helga tekur þá við stjórninni ásamt Rúnari tengda- syni þeirra. Farið var með skipið til Reyjavíkur og skipt um öll tæki í brúnni. Reynir Benediktsson, stýrimaðurinn, tekur svo við skip- inu og klárar vertíðna. Hann verður svo skipstjóri næstu ár á eftir eða þangað til að Ragnar Konráðsson tekur við.“ Landformennskan Þó skipstjórnin sé afar þýðingar- mikil í útgerðarrekstrinum þá er ekki síður ærinn starfi að fylgjast með og taka þátt í vinnunni í landi og það hefur Sævar svo sannarlega gert. „Eftir að ég hætti á sjónum fannst mér það heldur lítið fyrir mig að setjast á skrif- stofustólinn og vera þar. Eg tek þá við allri vinnu við veiðarfærin. Ég fór í netavinnuna og bjó þá til þrjár dragnætur sem við notuð- um, þó mönnum þætti það held- ur skrítið. Eftir að við byrjuðum á rækju náði ég mér í teikningar hjá góðum mönnum og bjó til rækjutroll, ein þrjú eða fjögur sem voru notuð um borð, það fiskaðist í þau svo þau hljóta að hafa verið í lagi. Eg var dulítið montinn yfir því að hafa tekist þetta þó ég segi Sævar í essinu sínu við fellingavélina. Mynd: PSJ 0 furuno Brimrún Hólmaslóö 4 • Reykjavík • Sími 5 250 250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.