Börn og menning - 2024, Page 32

Börn og menning - 2024, Page 32
30 b&m myndabók fyrir yngstu kynslóðina, því þar þarf að leggja grunninn að ást á bókum og sögum, helst svo kirfilega að sú ást endist ævilangt. Líkt og algengt er með góðar bækur fyrir yngri kyn- slóðina – og reyndar líka í sumum bókum fyrir eldri lesendur – er sögunni ekki bara miðlað með orðum: allt leggst á eitt, söguþráður, letur og þó einkum myndirnar sem eru órjúfanlegur hluti af sögunni og bæta við hana. Mörgæsirnar, vinir Magna, hafa hver sín sérkenni, myndbrotin sem við sjáum úr sögunum sem Magni les eru ævintýraleg, hvalurinn vinalegur, börnin á bókasafninu greinilega áhuga- samir lesendur og svo framvegis; við kynnumst þeim öllum að einhverju marki. Leturbreytingar og STÓR eða feitletruð orð hjálpa þeim sem les fyrir barnið að setja áherslur á rétta staði og kannski breyta stundum röddinni. Langskemmtilegast er þó að ólæst barnið fær alls konar upplýsingar úr mynd- unum og veit því meira en söguhetjurnar – og jafn- vel sá sem les söguna fyrir það – og verður þannig virkur þátttakandi í lestrinum. Það er svo ekki verra að barnið getur lesið myndirnar sjálft, rifjað söguna upp eða prjónað við hana og túlkað hana eftir eigin höfði eða kannski samið nýja sögu. Góðar mynda- bækur er hægt að lesa og skoða aftur og aftur þótt maður sé ekki enn orðinn læs og þær eru endalaus uppspretta nýrra hugmynda. Vandinn að þýða barnabækur Barnabækur styrkja ekki bara ímyndunaraflið heldur stuðla þær líka að auknum málþroska og auðugri orðaforða. Þótt það séu kannski ekki mörg orð á hverri blaðsíðu í myndabókum er enginn hægðar- leikur að þýða þær svo vel sé, því auðvitað á text- inn að vera á vandaðri íslensku, ekki of háfleygur eða uppskrúfaður fyrir unga viðtakendur en lipur og auðskilinn án þess að vera á einhverju smábarna- máli. Hann þarf að vinna með myndunum – og öf- ugt – og koma til skila þeirri kímni og leik að orðum sem iðulega er að finna í frumtextanum. Og svo þarf hann auðvitað líka að passa á síðurnar og vera mátu- lega langur eða stuttur, því eins og bent var á hér að framan koma fyrir ýmsar leturbreytingar sem eru beinlínis hluti af heildinni. Baldvin Ottó Guðjónsson leysir verkið ágætlega af hendi og er frumtextanum hæfilega trúr, því sumt er hreinlega ekki hægt að þýða beint svo vel fari, t.d. heiti bókarinnar, Once upon a Penguin. „Einu sinni var mörgæs“ er vel ásættanleg íslenskun og sama má segja um hlutinn sem Magni finnur og var big, red Einu sinni var mörgæs © Magda Brol Einu sinni var mörgæs © Magda Brol

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.