Bókasafnið - mar 2024, Qupperneq 3
3 Hallfríður Kristjánsdóttir
Þá er út kominn 44. árgangur Bókasafnsins. Tímaritið er í þetta sinn og líklega héðan í frá,
eingöngu gefið út rafrænt, en ekki á prenti. Útgáfa blaðsins hefur legið niðri síðan 2020,
en á síðasta ári tókst að manna þriggja sæta ritnefnd og hefja undirbúning að því tölublaði
sem hér birtist.
Að koma tímariti í rafræna útgáfu var brött lærdómskúrva sem fyrir utan hefð bundin
rit nefndarstörf við lestur og samskipti við höfunda, fól í sér að velja hýsingaraðila og
þjónustupakka, setja upp notendur og heimildir í nýju kerfi, læra að stilla upp tölublöðum og
greinum og svo mætti lengi telja. Þetta gekk allt heldur hægt í upphafi þannig að upp hafleg
áform um að koma út blaði á árinu 2023 gengu ekki eftir og markið færðist yfir á árið 2024.
Ritnefnd var svo langt komin í útgáfuferlinu þegar við áttuðum okkur á því að árið 2024 á
Bókasafnið hálfrar aldar afmæli. Fyrsta tölublað fyrsta árgangs kom út að vori árið 1974, þá
gefið út af Bókavarðafélagi Íslands og Bókafulltrúa ríkisins. Í tilefni af þessum tíma mótum
ákvað ritstjórn í samráði við stjórn Upplýsingar að láta hanna kennimerki (lógó) fyrir Bóka
safnið. Kennimerkið sem sjá má á vefsíðu tímaritsins er hannað af Lindu Katrínu Elvarsdóttur
sem einnig sá um að hanna og yfirfara útlit stakra greina og forsíðu blaðsins.
Efni blaðsins er fjölbreytt og spennandi. Fjórir upplýsingafræðingar segja frá meistaraprófs
rannsóknum sínum í upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Telma Rós Sigfúsdóttir segir frá
gögnum í bókasafnskerfunum Ölmu og PrimoVE og hvernig leitarniðurstöður skila ekki
alltaf því sem gera mætti ráð fyrir, Stefán Þór Hjartarson fjallar um vefstjórn og vefmál á
háskólabókasöfnum hérlendis, Heiðrún Hödd Guðmundsdóttir skoðar skipulagningu og
miðlun handrita og einkaskjala í Færeyjum og Arndís Dögg Jónsdóttir segir frá samfélags
miðlanotkun og kynningar og markaðsstarfi á almenningssöfnum á Íslandi.
Aðrar greinar taka á ýmsum samtíma og framtíðarmálum. Sif Sigurðardóttir fjallar um
framtíðarbókasafn Tækniskólans, Gróa Finnsdóttir ræðir um lífið og verkefnin eftir sjötugt,
Helgi Sigurbjörnsson segir okkur söguna af því hvernig gervigreindin stal jólunum og Svein
björg Sveinsdóttir tekur saman yfirlit og endurlit um innleiðingarferli bókasafnakerfanna
Ölmu og Primo VE. Í blaðinu er einnig að finna umfjallanir um ráðstefnur og fræðsluferðir sem
farnar voru 2022 og 2023, minningargrein um merkan kollega og fagtengdar útgáfufréttir.
Það er einstaklega ánægjulegt hafa ýtt útgáfu Bókasafnsins aftur úr vör. Mikilvægt er að
upplýsingafræðingar og aðrir í bókasafna og skjalageiranum eigi sitt fagtímarit og málgagn.
Það er forsenda þess að miðla megi með markvissum hætti fróðleik og upplýsingum um
starfsemi, nýjungar og margvísleg verkefni sem unnin eru í bókasöfnum landsins og segja
frá rannsóknum og þróun í upplýsingafræði, menningarmiðlun og tengdum faggreinum.
Ritnefnd þakkar höfundum sem sendu inn efni. Við vonum að þið njótið lestursins og hvetjum
ykkur til að setjast sjálf við skriftir og senda efni í næstu tölublöð.
Frá ritnefnd
Höfundur: Hallfríður Kristjánsdóttir