Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 23

Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 23
Bókasafnið 44. árg – 2024 23 Inngangur Tækniskólinn er stærsti framhaldsskóli Íslands með um það bil 3000 nemendur og 300 starfsmenn. Skólinn er verk­ og tæknimenntaskóli sem býður nemendum bæði upp á stú dents próf og réttindanám í tækni­ og starfsnámi. Tækniskólinn var stofnaður árið 2008 með sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans, en árið 2015 sameinaðist skólinn einnig Iðnskólanum í Hafnarfirði. Í dag skiptist skólinn í átta undirskóla með hátt í 50 námsbrautir. Bókasafnið er hluti af upplýsinga­ og alþjóðadeild Tækniskólans og er með útibú í öllum þremur aðalbyggingum skólans. Auk bókasafnsþjónustunnar er þjónusta skólaskrifstofunnar veitt á bókasafninu og framtíðarstofan (e. makerspace) er einnig orðin hluti af bókasafninu. Á Skólavörðuholtinu er framtíðarstofan staðsett í sérrými en í Hafnar­ firðinum er hún á bókasafninu. Bókasafn framtíðarinnar Lengi hefur staðið til að sameina skólann undir einu þaki og hafa alla starfsemi í einni bygg ingu. Í þeirri framtíðarsýn höfum við velt fyrir okkur hvernig bókasafnið ætti að vera, bæði hvað varðar aðstöðu og þjónustu. Á framtíðarbókasafninu viljum við vera staðsett í hjarta skólans. Þar erum við sýnileg, nemendur og starfsfólk eiga greiða leið til okkar og þar á að vera auðvelt að mæta ólíkum þörfum notenda. Þar sjáum við fyrir okkur að vera með lokað lesrými sem býður upp á algjört næði og sérstök hópvinnurými þar sem nemenda hópar geta fengið aðgang að tölvum og öðrum búnaði sem þau þurfa við vinnu sína. Þar sem námið í Tækniskólanum er sífellt að verða verkefnamiðaðra mun þörfin fyrir slík rými aukast. Safnið í heild sinni verður með gott pláss fyrir safnkostinn og aðlaðandi rými, þar sem gott er að staldra við, lesa, spjalla, eða fá faglega ráðgjöf frá starfsfólki safnsins. Safnkostur Í dag leggjum við fyrst og fremst áherslu á bækur og önnur gögn sem tengjast kennslu í skólanum. Bókasafnið á alltaf til allar bækur sem eru á námsgagnalistum nemenda hverju sinni og lánar þær út í einsdags innanhúsláni. Einnig er lögð áhersla á að safnið sé vel búið ítarefni tengdu faggreinum sem eru kenndar við skólann. Bókasafnið á mikið af sértæku efni sem ekki er til annars staðar á landinu, enda margar faggreinar sem eru einungis kenn dar við Tækniskólann. Bókasafnið vill hvetja nemendur til yndislestrar og leggur sig fram um að bjóða upp á lesefni sem höfðar til nemendahóps skólans; skáldsögur fyrir unglinga, teiknimyndasögur, manga, tímarit o.fl. Margskonar spil njóta einnig vinsælda í félagsstarfi skólans og bók asafnið Bókasafn Tækniskólans Starfsemi og framtíðarsýn Höfundur: Sif Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.