Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 67
Bókasafnið 44. árg – 2024 67
Nittedal bókasafnið geymir tæplega 40.000 bækur og
eitt af því skemmtilega sem starfsmenn safnsins gera er
að mæla með bókum sem þeir hafa lesið og líkar við. Þær
bækur eru settar í hillu með bókamerki sem sýnir hvaða
starfsmaður mælti með bókinni. Safnið rekur stóran sal
sem er nýttur í ýmis konar viðburði og kvikmyndasýningar.
Á safninu fara fram fjölbreyttir viðburðir og kom sérstak
lega á óvart hversu mikið er um viðburði sem tengjast
stjórnmálum og stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Á safninu er farið að flokka bækur eftir efni eins og t.d.
f antasíur, vísindaskáldsögur, gamansögur, spennusögur
o.s.frv. Það er mikill sveigjanleiki með að breyta uppröðun
bóka og eru miklir möguleikar varðandi það. Safnið er
einnig, eins og Majorstuen bókasafnið með fræbókasafn.
Það er minna í sniðum, en svipuð hugmyndafræði hvað
varðar útlán og skil. Útlit safnsins er mjög aðlaðandi,
en eins og í flestum söfnum þá þyrfti barnahornið að fá
meira rými.
Eftir hádegi var haldið til grunnskólans í Smestad, en
bókasafnið í skólanum er bæði skólasafn og almennings
safn. Safnið er í smærri kantinum ef horft er til þess að
skólinn er með rúmlega 700 nemendur. Það munu eiga sér
stað endurbætur á skólanum á næstu misserum og mun þá
safnið stækka. Skákin er vinsæl í safninu en úrval bóka er
mun minna en á hinum söfnunum sem við heimsóttum.
Tveir bókasafnsfræðingar tóku á móti okkur, annars vegar
forstöðumaður safnsins og hins vegar starfsmaður sem
sér um skipulagða sögustund fyrir alla bekki skólans. Þar sem skólinn telur 700 nemendur
þarf að skipuleggja ansi margar sögustundir. Hákon krónprins gekk í þennan skóla sem er
staðsettur í einum af betri hverfum Oslóar. Þetta safn kemst næst því að vera það sem við
köllum hér heima samsteypusafn, en ekki er mikið um þesskonar söfn í Noregi.
Eftir annasaman dag var gott að fara saman út að
borða og varð æðislegur indverskur staður fyrir
valinu. Þar var borðað, drukkið og hlegið fram eftir
kvöldi. Þessi samverustund þétti hópinn heldur
betur saman og við vorum sammála um mikilvægi
þess að fara í svona ferðir saman og kynnast á
annan hátt en inni á vinnustaðnum.
Mynd 6: nittedaL: bókaMerki seM
sýnir MeðMæLi starfsManns
Mynd 7: efnisfLokkun og upprÖðun
í nittedaL
Mynd 8: deicHMan bókasafnið sMestad