Bókasafnið - mar. 2024, Síða 54

Bókasafnið - mar. 2024, Síða 54
54 Þórunn Erla Sighvats Ritun sögu Teikningasafnsins hefur skjalfræðilegt viðmið um leið og sögulegt sjónarhorn er haft í hávegum. Reynt er að varpa ljósi á tilurð Teikningasafnsins og draga fram fólkið sem lagði sitt af mörkum, markaði sporin, vann frumkvöðlastarf og lagði línurnar fyrir þróun tæknilegra lausna. Sérstaklega er gaman að benda á þá staðreynd sögunnar að aðeins tveir stjórnendur stjórnuðu teiknistofunni frá upphafi og til loka, í um 60 ár. Þetta voru tvær konur, báðar lærðar tækniteiknarar. Slíkt gefur mynd af stöðugleika og fagmennsku, og ennþá eru í kallfæri starfsmenn sem bera þeim vitni og geta gefið lýsingar á starfseminni og starfstíma teiknistofunnar. Að lokum er bent á að í ritinu er ítarlega fjallað um rafræna skráningu Teikningasafnsins, þar sem fram koma skráningarþættir og skýringar á þeim. Sú lýsing gæti orðið öðrum inn­ blástur og hvatning til þess að takast á við skráningu opinberra gagnasafna í ríkisstofnunum, en vitað er að víða liggja merkileg söfn, með öllu óaðgengileg eða misvel skráð.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.