Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 25
Bókasafnið 44. árg – 2024 25
og starfsfólki skólans. Öllum er velkomið að
nýta rýmið til náms og kennslu, alveg eins og
bóka safnið. Það hefur verið mikill samgangur
milli bókasafnsins og framtíðarstofunnar frá
upphafi og árið 2020 var opnað útibú frá
framtíðarstofunni inni á bókasafni skólans
í Hafnar firði. Í ljósi þess hversu mikla sam
leið þjónusta bókasafnsins á með þjónustu
framtíðar stofunnar var í ár ákveðið að hún
skyldi formlega tilheyra bókasafninu í innra
skipulagi skólans.
Á framtíðarbókasafninu sjáum við fyrir okkur framhald þessa samstarfs og samnýtingar á
þjónustu. Það að fara á bókasafnið í skólanum til að læra verður ekki lengur bara falið í því
að fletta upp í bókum og tímaritum, heldur verður líka hægt að taka upp hlaðvarp, prenta út
líkan í þrívíddarprentara eða forrita og smíða dróna. Þetta eru allt dæmi um verkefni sem
nemendur eru nú þegar farnir að v inna í framtíðarstofu skólans. Á framtíðarbóka safninu
verður sköpunarrýmið áfram hluti af bókasafninu en mun hafa það fram yfir núverandi
fyrirkomulag að vera í sama rými. Annað hvort á sitthvorri hæðinni með tengingu á milli
eða í stóru rými sem er skipt upp eftir hljóðvist. Þannig munum við halda áfram að uppfæra
þjónustu og aðstöðu bókasafnsins í takt við nýjar þarfir nemenda og breyta því í vinnusvæði
sem er búið nýjustu tækni og þjónustu sem nýir námshættir krefjast auk þess að bjóða upp
á fleiri miðla og aðstöðu fyrir fjöl breyttari verkefnavinnu. Þannig getur skólabókasafnið
verið miðstöð samvinnu milli deilda í skólum og boðið upp á rýmið, tæknina og færnina
í upp lýsingalæsi sem er svo mikilvægur hluti af nýsköpun og námi. Skólabókasöfn bjóða
upp á rými þar sem er í lagi að prófa sig áfram, gera mistök og læra af þeim. Skólastofan er
nefnilega ekki hlutlaust rými og getur verið hamlandi fyrir nýsköpun hjá nemendum sem
óttast að gera mistök þar. Bókasafnið er hins vegar hlutlaust rými þar sem má prófa eitt hvað
nýtt án þess að hafa áhyggjur af því hvaða einkunn þú færð fyrir það.
Safnkennsla
Safnkennslan í dag beinist bæði að því að kenna nem
endum að nota bókasafnið til að afla sér heimilda en
einnig að því að efla upplýsingalæsi. Við sýnum þeim
t.d. Wikipedia og ræðum svo muninn á ritstýrðum
heimildum, eins og bókum og Vísindavefnum og
opnum heimildum þar sem hver sem er getur sett inn
hvaða upplýsingar sem er. Safnkennslan fer fram á
bókasafninu en við förum líka inn í kennslustundir. Við heimsækjum sem dæmi íslenskuhópa
þar sem við notum veggspjald frá IFLA (International Federation of Library Associations
and Institutions) sem eins konar leiðarvísi í kennslu um upplýsingalæsi. Þar förum við yfir
greiningu upplýsinga og gagnsemi, kennum nemendum að þekkja áróður, auglýsingar o.s.frv.
Mynd 2: HLJóðver
Mynd 3: Þríviddarprentarar