Bókasafnið - mar. 2024, Síða 56

Bókasafnið - mar. 2024, Síða 56
56 Gunnhildur Björnsdóttir og Ingibjörg Rögnvaldsdóttir Að vanda hófst dagskráin með hefðbundnum ársfundi samtakanna og að honum loknum bauð Karin Hindsbo forstöðumaður listasafnsins gesti velkomna. Síðar, að lokinni kynningu Cathrine Lorange, var farið í skoðunarferð um safnið, þessa glæsilegu byggingu þar sem safnkosturinn nýtur sín vel, en þarna er saga norskrar myndlistar og hönnunar rakin. Sjálf ráðstefnan hófst með að Frederick Nathanael flutti fyrirlesturinn Queer art á áhrifa ríkan hátt þar sem hann fjallaði um það hvernig var að upplifa sig öðruvísi á unglings árunum og lýsti vel þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti og viðhorfum sem hann þurfti að mæta. Frederick er leiðtogi hreyfingarinnar Pride Art sem hefur það að markmiði að koma á fram­ færi listum og menningu hinsegin fólks. Næsti fyrirlesari var Emily Drabinski sem er bókasafnsfræðingur hjá the Graduate Center, City Univeristy of New York. Hún er auk þess rithöfundur, kennari og forseti ALA 2023­24. Hennar svið er einkum þekkingarstjórnun, upplýsingalæsi og gagnrýni í bókasafnsfræði. Hún ritstýrir Gender and Sexuality in Information Studies. Fyrirlesturinn „I don‘t fit here, or there!“: Queer life and the problem of the library, flutti hún í gegnum fjarfundabúnað. Þá sýndi Hildegunn Gullåsen forstöðumaður bóka­ og skjalasafns, ráðstefnugestum bóka safn safnsins. Safnið er vel útbúið bæði fyrir safngögn, rannsakendur og starfsfólk. Það vakti athygli að eftir aðeins nokkra mánuði í þessu nýja húsnæði, hafði verið horfið frá verkefnamiðuðu vinnurými þar sem það þótti ekki henta starfseminni. Þess í stað var hver starfsmaður kominn með sitt skrifborð. Bókasafnið hefur einnig heilmiklar sérútbúnar geymslur í kjallara fyrir eldra efni. Annað sem vakti sérstaka athygli var það að þegar safninu berast gjafir, þá fara öll gögn í sóttkví áður en þeim er blandað við safnkostinn. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að í safnið berist einhverjar óæskilegar lífverur. Mynd 2: bókasafn nationaL MuseuM

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.