Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 11

Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 11
Bókasafnið 44. árg – 2024 11 Háskólabókasöfnin hafa almennt mætt breyttum aðstæðum og stafrænni þróun með því að ráða inn sérfræðinga sem sjá um stafræna hlið bókasafnsins. ALA (American Library Asso­ ciation) telur enda stafræna hæfni eina af kjarnþekkingu upplýsingafræðinga í dag (ALA, 2019). Choi og Rasmussen (2009) skoðuðu starfslýsingar einstaklinga sem gegndu slíkum störfum á tímabilinu 1999 til 2007. Þar kom í ljós að starfsmaður á háskólabókasafni þarf að vera með stóra stafræna verkfærakistu og góða almenna þekkingu á stafrænu umhverfi og tölvutækni, frekar en hefðbundna sérfræðiþekkingu. Rannsóknaraðferðir Í rannsókninni sem hér er greint frá var aðferðum eigindlegra rannsókna beitt. Markmið rannsóknarinnar var að komast að félagslegum raunveruleika tengdum bæði stöðu vefmála og starfi vefstjóra í umhverfi háskólabókasafna. Viðhorf þátttakenda var sérstaklega skoðað, sérstaklega þeir mannlegu þættir sem móta stöðu mála. Við val á þátttakendum var leitast við að ná sem víðasta sjónarhorni á aðstæður háskólabóka­ safnanna. Í því skyni var ákveðið að tala við tvo aðila á hverju safni. Annars vegar starfsmann sem kemur að vefmálum eða fer með vefstjórn og hins vegar forstöðumann viðkomandi bókasafns. Þátttakendur voru valdir með hentugleikaúrtaki. Rannsóknin tók til fjögurra háskóla, en á einum stað voru aðstæður þannig að einungis var tekið eitt viðtal. Á aðeins einu safnanna var eiginlegur vefstjóri. Á flestum hinna sinnti starfsmaður vefstjórahlutverkinu meðfram öðrum sérfræðistörfum innan bókasafnsins eða háskólans. Opnum viðtölum var beitt við rannsóknina vegna þess að með þeim er mögulegt að fá mikið af gögnum úr litlu úrtaki (Taylor o.fl. 2016). Þau eru einnig sveigjanleg, en rannsóknin var í byrjun nokkuð mörkuð af óvissu um aðstæðurnar á söfnunum. Eitt af markmiðum rannsóknarinnar var ennfremur að ná fram skoðunum viðmælenda á mögulega við kvæmum málum innan vinnustaðar eins og óánægju með stöðu mála. Í slíkum tilvikum eru viðtöl, sérstaklega opin viðtöl, hentugt tól (Braun og Clarke, 2013). Vefmál safna í rannsókninni Áherslurnar voru svipaðar á öllum söfnum og það kom ekki á óvart að þátttakendur sem höfðu bakgrunn í upplýsingafræði voru í megindráttum sammála um hver áherslan ætti að vera á vef háskólabókasafns. Í hugum þeirra er vefurinn í senn leiðbeiningavefur sem virkar eins og framlenging á upplýsingaþjónustu bókasafnsins og notendagátt fyrir frekari heimildaleit. Þangað megi senda nemendur og aðra notendur með leiðbeiningar af vefnum í farteskinu. Áherslan skuli vera að gera notendur að sjálfstæðum rannsakendum, læsa á upplýsingar og koma þeim af stað í heimildavinnu. Tilhögun vefmála á söfnunum var með ýmsu móti, enda aðstæður innan skólanna ólíkar. Háskólabókasöfn og vefsíður þeirra eru gjarnan beintengdar vef skólans og í flestum til­ vikum hafa vefsíður safnanna svipað útlit og lúta sömu stjórn og vefir skólanna. Á hverjum stað eru mismunandi hefðir og vinnulag og þetta útskýrir að hluta hversu ólík tilhögunin er milli safnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.