Bókasafnið - mar 2024, Qupperneq 17

Bókasafnið - mar 2024, Qupperneq 17
Bókasafnið 44. árg – 2024 17 Safnið hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvaða kerfi skuli notað til skráningar og miðlunar á einkaskjol.is. Í Færeyjum og Danmörku eru handrit og einkaskjöl hins vegar skráð í bókasafnskerfin. Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn notar bókasafnskerfið Ölmu og Marc21/RDA skráningarstaðla. Landsbókasafn Færeyja notar bókasafnskerfi sem heitir Reindex og skráir eftir danMarc2/AACR2 skráningarstöðlum. DanMarc er dönsk aðlögun að Marc21 sem tekur ekki tillit til RDA reglnanna eins og gert er í Marc21. Samhæft verklag á Íslandi milli opinberra skjalasafna og handritadeildarinnar á Lands­ bókasafninu getur komið í veg fyrir endurtekningarvinnu og sparað vinnustundir. Með því aukast möguleikar á að deila upplýsingum gegnum netkerfi og á vef (Meissner, 2019). Miðlun einkaskjala á vef er enn á byrjunarstigi, en rafrænar og veflægar skrár eins og handrit.is, heimildir.is og einkaskjalasafn.is eru ávöxtur samræmingarvinnu milli skjala­ og handritasafna á Íslandi. Einkaskjalasafn.is er til dæmis samskrá þar sem fjöldinn allur af vörslustofnunum hafa skráð upplýsingar um einkaskjöl. Hér er opnað fyrir upplýsingar sem áður höfðu að miklu leyti verið óaðgengilegar eða aðeins að finna í handskrifuðum skjalaskrám. Á vefnum getur fólk leitað að persónum, fundið á hvaða safni upplýsingar um þær eru geymdar og haft samband við viðkomandi safn til að biðja um aðgang að gögnum. Handrit á Netinu Nú eru liðin 13 ár síðan vefurinn handrit.is var opnaður almenningi. Ein af forsendum þess var að „[k]röfur rannsakenda voru aðrar og breyttar. Þeir vildu aðgengi að ítarlegum og nýjum upplýsingum um handritin og fleiri leitar­ og notkunarmöguleika en til voru áður.“ (Örn Hrafnkelsson, 2014). Handrit.is er samskrá Stofnunar Árna Magnússonar í ís lenskum fræðum, Árnasafns í Kaupmannahöfn og handritadeildar Landsbókasafns Íslands um ís lensk og norræn handrit. Við skráningu er notaður staðall fyrir lýsingu og kóðun á evrópskum handritum á stafrænu formi, TEI P5 (Text encoding initiative), og fer skráningin fram á XML­sniði. Þar að auki nota Árnastofnanirnar og handritadeildin á Íslandi stýrðan orðaforða og samræmdar nafnmyndir til að staðla gögnin á handrit.is. Ein tenging sem ótvírætt gæti verið milli handrit.is og færeysks vefs fyrir handrit, sem nú er í vinnslu og heitir handrit.fo, er að á Árnasafninu í Kaupmannahöfn eru færeysk handrit frá 18. og 19. öld eftir aðila sem einnig eiga handrit sem varðveitt eru á handritadeildinni í Færeyjum. Á þessu tímabili var verið að safna munnmælasögum, sagnakvæðum, þjóðlegri menningu og fróðleik á færeysku máli. Færeyskt ritmál var myndað um miðja 19. öldina. Eins og er, finnast myndir af tveimur færeyskum handritum í varðveislu Árnasafnsins í Kaupmanna­ höfn á handrit.is (safnmark: AM 972 B 4to og AM 973 4to). Samkvæmt rannsakendum verkefnisins „Digital Repatriation of Faroese Manuscripts“ sem unnið var frá 2020 til 2022, þarf ýmis skráningarvinna og eftirvinnsla að eiga sér stað áður en fleiri myndir verða birtar. Þegar því lýkur og fleiri færeysk handrit verða orðin aðgengileg á Netinu, munu rannsakendur mögulega finna nýjar tengingar milli þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.