Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 34

Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 34
34 Helgi Sigurbjörnsson að ræða almennar gervigreindir á borð við ChatGPT, Bard, eða Pi höfum við engan möguleika á að komast að því hvaða gögn voru notuð til að þjálfa gervigreindina. Óráðsía Það getur komið fyrir að gervigreindir búi til svör sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum og vitni í heimildir sem ekki eru til. Þá er talað um að gervigreindin sé með ofskynjanir (e. hallucinate) en kannski væri betra að segja að þær séu með óráðsíu, enda er ekki um neina skynjun að ræða. Eftir því sem spjallmennin þróast áfram eru þeim settar fastari skorður til þess að lágmarka óráðsíuna og vara við henni. Í þessum tilfellum er gott að hafa í huga að „takmark“ gervigreindarinnar er ekki að segja satt. Í raun er hún ekki að svara spurningum okkar, heldur greina þau gögn sem hún hefur verið mötuð á og giska svo á þau orð sem eru líklegust til að hæfa fyrirspurninni. Eða með orðum ChatGPT ef við getum trúað því: In summary, I function by processing input text, predicting and generating text based on the patterns and knowledge I’ve learned from vast amounts of pre­training data, and fine­tuned to be more useful and safe. My goal is to assist users in generating human­like text and engaging in natural language conversations. Þessi uppsetning og skilgreining spjallmennisins sem einhverskonar textavélar kemur þó ekki í veg fyrir að spjallmenni á borð við ChatGPT muni að öllum líkindum taka við hlutverki leitarvélanna hjá okkur. Gervigreind mun samkvæmt helstu sérfræðingum breyta sérhverjum iðnaði, vinnuferli og ég bara veit ekki hverju öðru. Eitt er víst, hún er þegar farin að taka við af leitarvélum og mun hafa mikil áhrif á starf okkar upplýsingafræðinga. Spjallmenni eða leitarvélar? Gervigreindin hefur þegar hafið innreið sína á gresjur leitarvélanna. Fyrst með Siri, Alexu og Ok Google, en síðar með þróaðri útgáfum á borð við Bard gervigreind Google og Taka spjallmenni Tiktok. Þá er töluvert af gervigreindum á leiðinni sem er ætlað að vinna með og leita í fræðiefni. Má þar nefna gervigreindina Scopus AI sem Elsevier er að þróa. Sú gervi­ greind hefur verið þjálfuð á því fræðiefni sem Elsevier hefur aðgang að. Þá má einnig nefna IRIS.ai sem er þjálfuð á fræðiefni í opnum aðgangi. Ein gervigreind sem við getum talað um er spjallmennið Assistant sem haldið er úti af fyrirtækinu Scite_ https://scite.ai/ sem vill vera kallað ChatGPT fyrir vísindi. Eftir því sem ég fæ best séð er virkni þessara nýju leitartækja í fræðigeiranum nokkuð svipuð, en þekkingargrunnur þeirra kann að vera mjög mismunandi. Ef við tökum virkni Assistant by Scite_ sem dæmi, þá hefur hún aðgang að vísindagreinum og getur unnið svör út úr þeim. Hún á það líka til að fá óráðsíu (þó það gerist sjaldnar en þegar ég fór fyrst að skoða þetta tæki) eins og ChatGPT og vísa í heimildir sem ekki eru til. En uppsetning hennar er með þeim hætti að auðvelt er að greina á milli heimilda og óráðsíu, því gerviheimildirnar færast ekki inn í heimildalistann hjá henni. Notandi spyr Assistant einhverrar spurningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.