Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 19

Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 19
Bókasafnið 44. árg – 2024 19 Inngangur Þessi grein er unnin upp úr meistararitgerð Arndísar Daggar Jónsdóttur: „Samfélagsmiðlar byggjast bara upp á því að vera samfélög”: Kynningar­ og markaðsstarf almenningsbóka safna. Rannsóknin hafði það markmið að skoða stöðu kynningarmála hjá almenningsbókasöfnum í landinu. Rannsóknarspurningar og aðferðarfræði Lagt var upp með þrjár rannsóknarspurningar sem litu á stöðuna almennt, hvaða áhrif kunnátta starfsfólks hafi á kynningarstarf og hvaða áhrif kynningarstarf geti haft á starf safnsins. Við gerð rannsóknarinnar voru tekin átta viðtöl við forstöðumenn eða ábyrgðar aðila markaðs­ og kynningarmála á bókasöfnum umhverfis landið. Tilgangssúrtak (e. purposive sampling) var notað við val á þátttakendum. Tekin voru viðtöl úr öllum fjórðungum landsins. Þjónustusvæðum bókasafna var skipt í þrjá stærðarflokka sem voru; undir 2000 manns, 2000­7000 manns og svæði með yfir 7000 manns. Var það gert til að gefa sem skýrasta mynd af starfi ólíkra safna. Kynningarstarf almenningsbókasafna Öll átta bókasöfnin í rannsókninni stunduðu kynningarstarf en það var misöflugt milli safna. Töluðu viðmælendur allir um að kynningarmál væru mikilvægur þáttur í starfi safnsins. Helsta leiðin sem bókasöfn notuðu í kynningarstarfi voru samfélagsmiðlar. Af þeim var Facebook vinsælasti samfélagsmiðillinn en öll bókasöfn rannsóknarinnar nýttu þann miðil. Viðmæl­ endur í rannsókninni töldu flestir að með virkri notkun á samfélagsmiðlum væri hægt að búa til samfélag á netinu fyrir notendur og opna á betra samtal við þá. Ýmsar heimildir styðja við þá hugmynd að gegnum samfélagsmiðla sé hægt að búa til samfélög þar sem notendur geta rætt saman og deilt reynslu (Joo, o.fl., 2018). Aðrar auglýsingaleiðir sem bókasöfnin hafa nýtt sér eru veggspjöld, blaðaauglýsingar, vefsíður, sjónvarp, útvarp og menningarbæklingar. Helstu markmiðin með kynningarstarfi safnanna voru að fá einstaklinga til að nota þá þjónustu sem í boði er, kynna starfsemina og safnkostinn og breyta hugmyndum al mennings um bókasöfn. Viðmælendur töldu hugmyndir almennings snúast um að söfn væru fyrir bækur og þar þurfi að hvísla. Því væri mikilvægt að minna á og kenna notendum að það megi hafa hátt á bókasöfnum. Þegar unnið er að kynningarmálum er mælt með að stofnanir og fyrirtæki útbúi markaðs­ áætlun og fari í gegnum fimm skrefa markaðsferli. Þetta ferli vinnur markvisst að því að auka „Samfélagsmiðlar byggjast bara upp á því að vera samfélög“ Kynningar- og markaðsstarf almenningsbókasafna Höfundur: Arndís Dögg Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.