Bókasafnið - mar. 2024, Síða 19

Bókasafnið - mar. 2024, Síða 19
Bókasafnið 44. árg – 2024 19 Inngangur Þessi grein er unnin upp úr meistararitgerð Arndísar Daggar Jónsdóttur: „Samfélagsmiðlar byggjast bara upp á því að vera samfélög”: Kynningar­ og markaðsstarf almenningsbóka safna. Rannsóknin hafði það markmið að skoða stöðu kynningarmála hjá almenningsbókasöfnum í landinu. Rannsóknarspurningar og aðferðarfræði Lagt var upp með þrjár rannsóknarspurningar sem litu á stöðuna almennt, hvaða áhrif kunnátta starfsfólks hafi á kynningarstarf og hvaða áhrif kynningarstarf geti haft á starf safnsins. Við gerð rannsóknarinnar voru tekin átta viðtöl við forstöðumenn eða ábyrgðar aðila markaðs­ og kynningarmála á bókasöfnum umhverfis landið. Tilgangssúrtak (e. purposive sampling) var notað við val á þátttakendum. Tekin voru viðtöl úr öllum fjórðungum landsins. Þjónustusvæðum bókasafna var skipt í þrjá stærðarflokka sem voru; undir 2000 manns, 2000­7000 manns og svæði með yfir 7000 manns. Var það gert til að gefa sem skýrasta mynd af starfi ólíkra safna. Kynningarstarf almenningsbókasafna Öll átta bókasöfnin í rannsókninni stunduðu kynningarstarf en það var misöflugt milli safna. Töluðu viðmælendur allir um að kynningarmál væru mikilvægur þáttur í starfi safnsins. Helsta leiðin sem bókasöfn notuðu í kynningarstarfi voru samfélagsmiðlar. Af þeim var Facebook vinsælasti samfélagsmiðillinn en öll bókasöfn rannsóknarinnar nýttu þann miðil. Viðmæl­ endur í rannsókninni töldu flestir að með virkri notkun á samfélagsmiðlum væri hægt að búa til samfélag á netinu fyrir notendur og opna á betra samtal við þá. Ýmsar heimildir styðja við þá hugmynd að gegnum samfélagsmiðla sé hægt að búa til samfélög þar sem notendur geta rætt saman og deilt reynslu (Joo, o.fl., 2018). Aðrar auglýsingaleiðir sem bókasöfnin hafa nýtt sér eru veggspjöld, blaðaauglýsingar, vefsíður, sjónvarp, útvarp og menningarbæklingar. Helstu markmiðin með kynningarstarfi safnanna voru að fá einstaklinga til að nota þá þjónustu sem í boði er, kynna starfsemina og safnkostinn og breyta hugmyndum al mennings um bókasöfn. Viðmælendur töldu hugmyndir almennings snúast um að söfn væru fyrir bækur og þar þurfi að hvísla. Því væri mikilvægt að minna á og kenna notendum að það megi hafa hátt á bókasöfnum. Þegar unnið er að kynningarmálum er mælt með að stofnanir og fyrirtæki útbúi markaðs­ áætlun og fari í gegnum fimm skrefa markaðsferli. Þetta ferli vinnur markvisst að því að auka „Samfélagsmiðlar byggjast bara upp á því að vera samfélög“ Kynningar- og markaðsstarf almenningsbókasafna Höfundur: Arndís Dögg Jónsdóttir

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.