Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 65

Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 65
Bókasafnið 44. árg – 2024 65 26. apríl 2023 Snemma að morgni voru átta starfmenn Bókasafns Reykjanesbæjar, eldhressir og kátir mættir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðinni var heitið til Oslóar og nágrennis þar sem skoða átti fjögur mjög svo mismunandi bókasöfn. Ferðalangarnir voru lentir á Gardemoen rétt upp úr hádegi og var öllum smalað upp í næstu lest til Oslóar. Byrjað var á því að tékka sig inn á Citybox hótelið sem er á mjög hentugum stað miðsvæðis í Ósló og stutt í allar helstu samgöngur og hina víðfægu Karl Johans gate. Strax sama dag var á dagskrá fundur með Ingrid Schibsted Jacobsen á Majorstuen bókasafninu sem er í úthverfi Óslóar. Móttökurnar þar voru einstaklega góðar og Ingrid, sem er bókasafnsfræðingur sem sérhæfir sig í lestri fyrir börn á aldrinum 7­18 mánaða tók á móti okkur. Hún sagði okkur frá verkefni sem bókasafnið hefur sett saman og gengur undir nafninu „Baby på bib“. Verkefnið fer fram í notalegu um­ hverfi í lokuðu rými innan bókasafnsins þar sem hljóðvist og lýsing er mjög góð. Foreldrar og börn koma sér fyrir í hring og öll börn fá lánaðar bækur sem for eldrarnir lesa saman fyrir börnin. Þetta á fyrst og fremst að vera notaleg stund þar sem börn fá að kynnast áferð bókarinnar og upplestri úr henni og er mikil áhersla lögð á rím. Eftir sögustundina hafa foreldrar tækifæri til þess að leyfa börnum að koma sér fyrir á notalegum stað í salnum þar sem búið er að blása upp sundlaug og klæða með teppi. Þar geta börnin leikið og átt samskipti hvert við annað. Þessi viðburður er einstaklega vel sóttur og þarf að skrá sig fyrir fram. Við fengum prufutíma hjá Ingrid þar sem við sátum öll í hring og tókum þátt. Fræðsluferð starfsmanna Bókasafns Reykjanesbæjar til Osló dagana 26.-29. apríl 2023 Mynd 1: starfsMenn safnsins í osLó Mynd 2: MaJorstuen: baby på bib prufutíMi Höfundar: Guðný Kristín Bjarnadóttir og starfsmenn Bókasafns Reykjanesbæjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.