Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 15

Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 15
Bókasafnið 44. árg – 2024 15 Inngangur Greinin er byggð á meistararitgerð höfundar „Hér er lítill hluti af öllum Færeyjum“: Söfnun, skipulagning og miðlun handrita og einkaskjala. Ritgerðin var unnin undir hand leiðslu Ágústu Pálsdóttur, prófessors og fjallar um hvernig staðið er að söfnun, skipulagningu og miðlun handrita og einkaskjala á handritadeild Landsbókasafns Íslands, Þjóðskjalasafni Íslands, Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Landsbókasafni Færeyja (f. Landsbókasavnið), Þjóðskjalasafni Færeyja (f. Tjóðskjalasavnið), Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn (d. Det Kgl. Bibliotek) og Árnasafninu í Kaupmannahöfn (d. Den Arnamagnæanske Samling). Umfang og aðferðarfræði Við rannsóknina var beitt eigindlegum rannsóknaraðferðum og er hún í eðli sínu fyrirbæra­ fræðileg og hefur eiginleika grundaðrar kenningar (Creswell, 2013). Niðurstöður hennar byggjast á þeim þemum sem greindust úr gögnum sem urðu til við vettvangsathuganir. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða stöðu mála og fá yfirsýn yfir verklag og aðferðir við skráningu og miðlun hjá þeim söfnum sem talin eru upp í inngangi. Sú yfirsýn getur svo nýst handritadeild Landsbókasafns Færeyja þegar kemur að frágangi handrita og einka skjala og því að miða upplýsingum um safnkostinn. Kostir og möguleikar miðlunar Opinber skjalasöfn varðveita afhendingarskyld skjöl, en einkaskjöl eru þau skjöl sem ekki er skylt að afhenda til varðveislu. Einkaskjöl eru fjölbreyttar tegundir skjala eins og einkabréf, dagbækur, handrit að ritsmíðum af einhverjum toga, eignarskjöl, prófskírteini, fæðingar­ og hjónavígsluvottorð, fundargerðarbækur, samningar, bókhaldsgögn félaga o.þ.h. (Þjóðsk­ jalasafn Íslands, e.d.). Til að henda reiður á þess háttar gögnum eru settir varnaglar í lög sem gilda um varðveislusöfn og handritadeildir bókasafna sem taka einnig að sér varð veislu einkaskjala. Með lögum er sömuleiðis reynt að tryggja varðveislu menningarminja sem hafa sérstakt gildi, svo sem gamalla handrita af ýmsu tagi. Þau söfn sem rannsóknin tekur til geyma öll ógrynni af gögnum og upplýsingum sem haldið er utan um með ýmsum kerfum og skráningarreglum. Öll söfnin miða að því að gera marg­ víslegan safnkost sinn opinn og aðgengilegan og nýta til þess ýmsar hefðbundnar leiðir sem og nútímaaðferðir. Ef upplýsingar um safnkost ná út fyrir gagnagrunna safnanna skapast ný tækifæri til að bæta skráningu og auðveldara er fyrir áhugafólk og rannsakendur að finna gögnin (Gracy, 2015). Gert er ráð fyrir að í framtíðinni vilji notendur ekki aðeins finna eða uppgötva upp lýsingar, heldur vilji að auki skilja margvísleg tengsl þeirra á milli (Gracy, „Hér er lítill hluti af öllum Færeyjum“ Söfnun, skipulagning og miðlun handrita og einkaskjala Höfundur: Heiðrún Hödd Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.