Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 45

Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 45
Bókasafnið 44. árg – 2024 45 Í framhaldi af opnun Eftir að nýju kerfin voru gangsett tók við umfangsmikil leiðsögn til starfsfólks bóka safna í formi kennslu og þjónustu, auk þess sem þróa þurfti ýmsar viðbætur við kerfin og fá lag færingar á kerfisvillum. Verkefnið var krefjandi fyrir bæði starfsmenn Landskerfis og bókasafnanna sem og kerfisframleiðandann Ex Libris og álagið var mikið. Gríðarmikil þekkingaryfirfærsla þurfti að eiga sér stað og var skipulag og framkvæmd hennar að miklu leiti í höndum starfsfólks Landskerfisins. Víða voru agnúar á nýja kerfinu sem kölluðu á skilning og gott samstarf. Þjónustuþörf var mjög mikil, en þarfir safnanna voru breytilegar eftir stærð og eðli hvers safns. Ólíkar aðstæður gerðu það að verkum að starfsfólk þeirra var misvel í sveit sett til að tileinka sér nýjungarnar. Þyngstur var róðurinn hjá grunnskóla­ og almenningsbókasöfnum en háskólasöfnin plumu ðu sig vel. Aðfangaferlið var flókið, útprentun límmiða gekk ekki vel og sjálfsafgreiðsluvefur fyrir börn og kennara í grunnskólum var ekki tilbúinn svo nokkuð sé nefnt. Kerfislegur hægagangur var íþyngjandi við tengingu nýrra bóka í jólabókaflóðinu og lánþegar lentu í vandræðum með frátektir. Mikil vinna hefur farið í að slípa ýmis bréf, tilkynningar og lista af ýmsum toga en þó er þar enn nokkuð verk að vinna. Landskerfið forritaði á endanum nýja útgáfu af smáforritinu Spinomatic sem notað er við útprentun límmiða úr Gegni. Jafnframt hannaði og forritaði Landskerfið sérstakan útlánavef fyrir grunnskóla þar sem nemendur og kennarar geta sjálfir lánað sér bækur. Kennslan í kjölfar gangsetningar skiptist í tvö tímabil. Þar sem nýi Gegnir var opnaður um miðjan júní þegar flestir skólar voru komnir í frí var ákveðið að byrja á að kenna starfsfólki almenningsbókasafna en bíða með skólana og önnur söfn þar til eftir miðjan ágúst. Mynd 9: starfsfóLk Landskerfis fagnar kerfisopnun í Júní 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.