Bókasafnið - Mar 2024, Page 45

Bókasafnið - Mar 2024, Page 45
Bókasafnið 44. árg – 2024 45 Í framhaldi af opnun Eftir að nýju kerfin voru gangsett tók við umfangsmikil leiðsögn til starfsfólks bóka safna í formi kennslu og þjónustu, auk þess sem þróa þurfti ýmsar viðbætur við kerfin og fá lag færingar á kerfisvillum. Verkefnið var krefjandi fyrir bæði starfsmenn Landskerfis og bókasafnanna sem og kerfisframleiðandann Ex Libris og álagið var mikið. Gríðarmikil þekkingaryfirfærsla þurfti að eiga sér stað og var skipulag og framkvæmd hennar að miklu leiti í höndum starfsfólks Landskerfisins. Víða voru agnúar á nýja kerfinu sem kölluðu á skilning og gott samstarf. Þjónustuþörf var mjög mikil, en þarfir safnanna voru breytilegar eftir stærð og eðli hvers safns. Ólíkar aðstæður gerðu það að verkum að starfsfólk þeirra var misvel í sveit sett til að tileinka sér nýjungarnar. Þyngstur var róðurinn hjá grunnskóla­ og almenningsbókasöfnum en háskólasöfnin plumu ðu sig vel. Aðfangaferlið var flókið, útprentun límmiða gekk ekki vel og sjálfsafgreiðsluvefur fyrir börn og kennara í grunnskólum var ekki tilbúinn svo nokkuð sé nefnt. Kerfislegur hægagangur var íþyngjandi við tengingu nýrra bóka í jólabókaflóðinu og lánþegar lentu í vandræðum með frátektir. Mikil vinna hefur farið í að slípa ýmis bréf, tilkynningar og lista af ýmsum toga en þó er þar enn nokkuð verk að vinna. Landskerfið forritaði á endanum nýja útgáfu af smáforritinu Spinomatic sem notað er við útprentun límmiða úr Gegni. Jafnframt hannaði og forritaði Landskerfið sérstakan útlánavef fyrir grunnskóla þar sem nemendur og kennarar geta sjálfir lánað sér bækur. Kennslan í kjölfar gangsetningar skiptist í tvö tímabil. Þar sem nýi Gegnir var opnaður um miðjan júní þegar flestir skólar voru komnir í frí var ákveðið að byrja á að kenna starfsfólki almenningsbókasafna en bíða með skólana og önnur söfn þar til eftir miðjan ágúst. Mynd 9: starfsfóLk Landskerfis fagnar kerfisopnun í Júní 2022

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.