Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 40

Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 40
40 Sveinbjörg Sveinsdóttir með þeim gerningi taldist vera kominn á samningur við þann aðila. Samningur við Inno­ vative Interfaces var undirritaður 28. maí 2019. Árið 2019 hófst með útboði á hýsingu fyrir Sierra bókasafnskerfið og niðurstaða þess var að samið var við Advania. Sierra kerfin þrjú voru sett upp í hýsingarumhverfi Advania, eitt fyrir almenningsbókasöfn, annað fyrir skólasöfnin og það þriðja fyrir háskóla­, framhaldsskóla­ og sérfræðibókasöfn. Samlagsvirkni átti síðan að koma í gegnum Inspire Discovery sem myndi tengja Sierra kerfin saman auk þess að vera leitargátt út á við. Strax og Sierra var uppsett var hafist handa við kerfisvinnu ýmis konar svo sem kerfisstillingar, gagnavarpanir, vinnuflæði fyrir skráningu og viðhald lánþegaskrár. Vinnan fór fram í tengslum við fundi og námskeið sem Innovative hélt fyrir Landskerfi og valda sérfræðinga í ágúst og nóvember. Þessu til viðbótar voru haldnar vinnustofur í húsakynnum Landskerfisins þar sem sérfræðingar Innovative leiddu umræður um þróun leitargáttarinnar, samlagsvirkni og samþættingu við önnur kerfi. Niðurstöðurnar voru skjalaðar og var hönnunarlýsing leitargáttarinnar á lokametrunum. Í árslok 2019 var verkefnið í góðum farvegi. Gert var ráð fyrir gangsetningu kerfa fyrir mitt ár 2021. Óvænt tíðindi Nú dró til tíðinda sem áttu eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir verkefnið. Þann 5. desember 2019 var tilkynnt um að Ex Libris hefði gert kauptilboð í Innovative Interfaces. 16. janúar 2020 kom önnur tilkynning þess efnis að kaupin væru frágengin. Þriðja til kynningin barst í byrjun febrúar um að tekin hefði verið ákvörðun að hætta þróun Inspire Discovery leitargáttarinnar. Þetta voru mjög slæmar fréttir fyrir Landskerfið því leitargáttin var mikil­ vægur þáttur í kerfishögun nýs kerfis. Á þessum tímapunkti fór verkefnið í biðstöðu á meðan reynt var að greiða úr flækjunni. Haldnir voru ýmsir fundir með Ex Libris, sem nú var við stjórnvölinn en Innovative var á hliðarlínunni. Þar var stillt upp tveimur valkostum: Sierra Mynd 7: kynning á sierra bókasafnskerfinu, notendaráðstefna aLefLis 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.