Bókasafnið - mar. 2024, Síða 40

Bókasafnið - mar. 2024, Síða 40
40 Sveinbjörg Sveinsdóttir með þeim gerningi taldist vera kominn á samningur við þann aðila. Samningur við Inno­ vative Interfaces var undirritaður 28. maí 2019. Árið 2019 hófst með útboði á hýsingu fyrir Sierra bókasafnskerfið og niðurstaða þess var að samið var við Advania. Sierra kerfin þrjú voru sett upp í hýsingarumhverfi Advania, eitt fyrir almenningsbókasöfn, annað fyrir skólasöfnin og það þriðja fyrir háskóla­, framhaldsskóla­ og sérfræðibókasöfn. Samlagsvirkni átti síðan að koma í gegnum Inspire Discovery sem myndi tengja Sierra kerfin saman auk þess að vera leitargátt út á við. Strax og Sierra var uppsett var hafist handa við kerfisvinnu ýmis konar svo sem kerfisstillingar, gagnavarpanir, vinnuflæði fyrir skráningu og viðhald lánþegaskrár. Vinnan fór fram í tengslum við fundi og námskeið sem Innovative hélt fyrir Landskerfi og valda sérfræðinga í ágúst og nóvember. Þessu til viðbótar voru haldnar vinnustofur í húsakynnum Landskerfisins þar sem sérfræðingar Innovative leiddu umræður um þróun leitargáttarinnar, samlagsvirkni og samþættingu við önnur kerfi. Niðurstöðurnar voru skjalaðar og var hönnunarlýsing leitargáttarinnar á lokametrunum. Í árslok 2019 var verkefnið í góðum farvegi. Gert var ráð fyrir gangsetningu kerfa fyrir mitt ár 2021. Óvænt tíðindi Nú dró til tíðinda sem áttu eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir verkefnið. Þann 5. desember 2019 var tilkynnt um að Ex Libris hefði gert kauptilboð í Innovative Interfaces. 16. janúar 2020 kom önnur tilkynning þess efnis að kaupin væru frágengin. Þriðja til kynningin barst í byrjun febrúar um að tekin hefði verið ákvörðun að hætta þróun Inspire Discovery leitargáttarinnar. Þetta voru mjög slæmar fréttir fyrir Landskerfið því leitargáttin var mikil­ vægur þáttur í kerfishögun nýs kerfis. Á þessum tímapunkti fór verkefnið í biðstöðu á meðan reynt var að greiða úr flækjunni. Haldnir voru ýmsir fundir með Ex Libris, sem nú var við stjórnvölinn en Innovative var á hliðarlínunni. Þar var stillt upp tveimur valkostum: Sierra Mynd 7: kynning á sierra bókasafnskerfinu, notendaráðstefna aLefLis 2019

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.