Bókasafnið - mar 2024, Qupperneq 27

Bókasafnið - mar 2024, Qupperneq 27
Bókasafnið 44. árg – 2024 27 Ýmis konar upplýsingaþjónusta Í dag er stærsta hlutverk okkar að vera upplýsingamiðstöð skólans. Þangað sækja nemendur og kennarar sér upplýsingar og heimildir til stuðnings vinnu og námi. Við aðstoðum að auki nemendur með hin ýmsu mál ótengd skólanum, t.d. hvernig á að lesa úr launaseðlum, skrifa ferilskrár, sækja um styrki o.fl. Einnig aðstoðum við reglulega tilvonandi nemendur við að sækja um skólavist. Þessi þjónusta hefur ekki verið sérstaklega auglýst, en nemendur virðast treysta því að geta nálgast alls konar upplýsingar hjá okkur og fengið aðstoð. Við viljum viðhalda þeirri ímynd og efla til framtíðar. Við viljum að bókasafnið sé staður sem má leita til og framtíðarbókasafnið sjáum við fyrir okkur sem miðstöð upplýsinga og upp­ lýsingaþjónustu í skólanum. Bókasafnið verði vettvangur fyrir samstarf milli stoðdeilda skólans svo nemendur geti sótt alla þjónustu á einn stað. Pláss fyrir öll Nemendur okkar nota bókasafnið mikið og þjónustan sem við bjóðum upp á verður sífellt fjöl­ breyttari. Við vonumst til þess að sú verði einnig raunin á nýja bókasafninu. Við viljum áfram leggja áherslu á að þar sé boðið upp á faglega upplýsingaþjónustu og fyrirtaks námsaðstöðu. Við viljum líka að nemendur komi til okkar milli kennslustunda og nýti aðstöðuna til að læra, komast í tölvu, tefla, vinna hópverkefni, lesa nýjustu bókina í manga­seríunni sinni, eða bara til að „hanga“. Framhaldsskólar eru líflegir staðir í eðli sínu og við viljum að bókasafnið endurspegli það. Á safninu á að vera pláss fyrir öll og það á að vera öruggur staður og afdrep þeirra sem finna sig ekki í erlinum í matsalnum eða öðrum nemenda rýmum. Bókasafnið hefur fjölbreyttu hlutverki að gegna í skólastarfinu, bæði faglegu og félagslegu, sem við hlökkum til að halda áfram að sinna og þróa. Við sjáum fyrir okkur spennandi framtíð á bókasafni Tækniskólans. Mynd 5: Lesið í skóLanuM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.