Bókasafnið - mar 2024, Qupperneq 5

Bókasafnið - mar 2024, Qupperneq 5
Bókasafnið 44. árg – 2024 5 innihalda gögn á mismunandi gagnasniði. Rannsóknin leiddi í ljós að brýn þörf er á að bæta aðgengi notenda að upplýsingum í Leitir.is. Hvað er nafnmynd, nafnmyndaskrá og nafnmyndastjórnun? Nafnmynd sýnir hvernig leitaratriði eins og til dæmis nafn höfundar birtist í heimild eða gagnagrunni. Framsetning nafnmyndar getur verið mismunandi eftir heimildum og gagna­ grunnum, til dæmis er nafnmyndin Jón Atli Benediktsson notuð í nafnmyndaskrá Gegnis, en nafnmynd sama einstaklings í ISNI nafnmyndagrunninum er Benediktsson, Jon Atli. Hefðbundin nafnmyndastjórnun í bókasafnskerfum felst í því að velja eina nafnmynd sem leitaratriði (Sigrún Hauksdóttir, 2005). Ef þörf er á, eru notaðar tilvísanir í víkjandi nafn­ myndir til þess að stuðla að samræmdri skráningu og gera allar nafnmyndirnar leitarbærar. Nafnmyndastjórnun getur líka falist í því að safna öllum afbrigðum saman en gera ekki endilega einni nafnmynd hærra undir höfði en öðrum. Nafnmyndir eru skráðar í sérstakar nafnmyndaskrár þar sem hver nafnmyndafærsla fær sitt einkvæma auðkenni. Risan (2020, 27. októberB) skilgreinir nafnmyndaskrá sem skrá yfir ákjósanlega ritun manna nafna og mismunandi rithátt þeirra. Tilgangur nafnmyndaskráa er að tryggja samræmda skr áningu, koma í veg fyrir innsláttar villur og tryggja að notandi geti fundið allt efni eftir höfund, sama hvaða nafnmynd úr nafnmyndafærslunni hann notar í leitinni. Risan segir einnig að nafn­ myndir séu mikilvægur hlekkur í ferlinu að tengja saman ólík gagnasöfn (2020, 27. októberA). Smith­Yoshimura (2020, 16. apríl) bendir á að krefjandi og erfitt geti reynst að samræma lýsigögn úr mörgum mismunandi gagnasöfnum þegar ekkert samræmi er í nafnmynda­ stjórnuninni og engin tenging á milli gagnasafnanna. Lýsigögn og vensluð gögn Skilgreina má lýsigögn (e. metadata) sem gögn um gögn og að þau lýsi öðrum gögnum (Risan, 2020, 27. októberB; W3C, 2013). Þau eru aðskilin hinum eiginlegu gögnum, veita upplýsingar um þau og auðvelda leitir að þeim. Lýsigögn lýsa ekki einungis öðrum gögnum heldur eru þau notuð til að stjórna þeim, gera þau aðgengileg, varðveita þau og tengja saman. Lýsigögn eru alltaf sett fram á formfastan og fyrirfram skilgreindan hátt svo þau séu merkingarbær, til dæmis þarf að vera hægt að lesa úr þeim hvort „1466“ sé blaðsíðutal eða ártal. Síðan er hægt að safna því saman sem hefur verið skilgreint sem sömu tegundar í leitarskrár eða „indexa“ sem eru leitarbærir. Hver index inniheldur þá aðeins eina ákveðna tegund gagna. Höfundarindex er til dæmis leitarskrá sem leitar eingöngu í þeim gögnum sem eru skilgreind sem nöfn höfunda. Vensluð gögn (e. linked data) innihalda lýsigögn sem eru læsileg bæði vélum og fólki. Gagna söfn geta verið á mismunandi lýsigagnasniði, eins og MARC og DC. Til þess að gera gagnasöfn aðgengileg er mikilvægt að unnið sé eftir fyrirfram skilgreindri lýsigagnastefnu sem tekur til þess að lýsigögn séu samræmanleg. Vensluð gögn eru gögn sem hafa verið opnuð með ákveðnum aðferðum sem gerir vélum kleift að tengja þau saman. Búin eru til mynstur sem eru véllesanleg með tækni merkingarvefsins (e. semantic web). Þegar vensluð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.