Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 10

Bókasafnið - mar. 2024, Blaðsíða 10
10 Stefán Þór Hjartarson Inngangur Grein þessi er unnin upp úr meistararitgerð höfundar Heimilislæknir háskóla bókasafnsins: Vefstjórn og vefmál á háskólabókasöfnum á Íslandi. Leiðbeinandi var dr. Ágústa Páls dóttir. Rannsóknin átti sér nokkuð langan aðdraganda sem hófst með námi höfundar í vefmiðlun við Háskóla Íslands. Í framhaldinu kviknaði áhugi hans á starfi vefstjórans. Eftir að hafa skoðað nokkuð af starfsauglýsingum fyrir vefstjórastarfið vaknaði sú tilfinning að hlutverk vefstjóra sé margbreytilegt og velti gjarnan á því hvaða vettvangi hann starfar. Í meistaranámi höfundar við upplýsingafræði hélt þessi áhugi áfram og þá í samhengi háskólabókasafnsins: Hvernig er vefstjórn háttað við háskólabókasöfnin og hvað þýðir að vera vefstjóri á þeim vettvangi? Upp úr þessu spratt svo rannsóknin. Í henni er skoðað hvernig háskólabókasöfn sinna vefsíðum sínum og hvaða félagslegi og efnislegi raunveruleiki mótar þær. Fljótlega kom í ljós að sjaldnast starfar eiginlegur vefstjóri við háskólabókasöfnin í fullu starfi og að vefmálum safnanna er hagað á mjög mismunandi máta. Tilgangur rannsóknarinnar var að ná fram viðhorfum starfsmanna háskólabókasafna varðandi vef safnsins, ásamt skoðunum forstöðumanna og tengdra aðila. Ætlunin var að ná fram skýrri mynd af því hvernig staðan er í vefmálum á háskólabókasöfnum, hvað það er sem mótar stöðuna og við hverju megi búast í framtíðinni. Um vefsíður háskólabókasafna – fræðilegar undirstöður Vefsíða háskólabókasafns ætti að vera miðstöð miðlunar á stafrænum upplýsingum, hlið að rafrænni þjónustu safnsins og ásýnd þess út á við. Þar ættu ímynd og þjónustu safnsins að vera gerð skýr skil (Al­Qallaf og Ridha, 2019; Aharony, 2012). Stórar leitarvélar á borð við Google eru að einhverju leyti í beinni samkeppni við vefsíður bókasafna um upplýsingaleitir (Aharony, 2012). Sífellt færri nota vefsíður háskólabókasafna en á sama tíma eykst notkun leitarvéla talsvert (Al­Qallaf og Ridha, 2019). Ný kynslóð sem alist hefur upp á Internetinu og er vön því að framkvæma allar sínar leitir á stóru leitarvélunum, er vaxin úr grasi og kýs síður að nota vef bókasafnsins (Ruth Ásdísardóttir, 2021; Erlendur Már Antonson, 2011). Einföld leit á Google skilar hins vegar milljónum niðurstaðna og kunnátta og þekking til að greiða úr slíku magni upplýsinga er mikilvæg. Hlutverk vefsíðu bókasafnsins í staf rænum heimi, ætti að vera að miðla þeirri kunnáttu (Aharony, 2012). Hér á landi virðast nemendur ekki þekkja aðgengi að rafrænum námsbókum á háskólabókasöfnum nægjanlega vel, en þörf er á frekari rannsóknum á þessum vettvangi. Meðal þess sem þarf að skoða er hvort hið sama eigi við um starfsfólks háskóla, og hverjar séu helstu orsakir þessa (Ruth Ásdísar dóttir, 2021). Vefstjórn og vefmál á háskólabókasöfnum á Íslandi Höfundur: Stefán Þór Hjartarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.