Bókasafnið - mar. 2024, Page 10

Bókasafnið - mar. 2024, Page 10
10 Stefán Þór Hjartarson Inngangur Grein þessi er unnin upp úr meistararitgerð höfundar Heimilislæknir háskóla bókasafnsins: Vefstjórn og vefmál á háskólabókasöfnum á Íslandi. Leiðbeinandi var dr. Ágústa Páls dóttir. Rannsóknin átti sér nokkuð langan aðdraganda sem hófst með námi höfundar í vefmiðlun við Háskóla Íslands. Í framhaldinu kviknaði áhugi hans á starfi vefstjórans. Eftir að hafa skoðað nokkuð af starfsauglýsingum fyrir vefstjórastarfið vaknaði sú tilfinning að hlutverk vefstjóra sé margbreytilegt og velti gjarnan á því hvaða vettvangi hann starfar. Í meistaranámi höfundar við upplýsingafræði hélt þessi áhugi áfram og þá í samhengi háskólabókasafnsins: Hvernig er vefstjórn háttað við háskólabókasöfnin og hvað þýðir að vera vefstjóri á þeim vettvangi? Upp úr þessu spratt svo rannsóknin. Í henni er skoðað hvernig háskólabókasöfn sinna vefsíðum sínum og hvaða félagslegi og efnislegi raunveruleiki mótar þær. Fljótlega kom í ljós að sjaldnast starfar eiginlegur vefstjóri við háskólabókasöfnin í fullu starfi og að vefmálum safnanna er hagað á mjög mismunandi máta. Tilgangur rannsóknarinnar var að ná fram viðhorfum starfsmanna háskólabókasafna varðandi vef safnsins, ásamt skoðunum forstöðumanna og tengdra aðila. Ætlunin var að ná fram skýrri mynd af því hvernig staðan er í vefmálum á háskólabókasöfnum, hvað það er sem mótar stöðuna og við hverju megi búast í framtíðinni. Um vefsíður háskólabókasafna – fræðilegar undirstöður Vefsíða háskólabókasafns ætti að vera miðstöð miðlunar á stafrænum upplýsingum, hlið að rafrænni þjónustu safnsins og ásýnd þess út á við. Þar ættu ímynd og þjónustu safnsins að vera gerð skýr skil (Al­Qallaf og Ridha, 2019; Aharony, 2012). Stórar leitarvélar á borð við Google eru að einhverju leyti í beinni samkeppni við vefsíður bókasafna um upplýsingaleitir (Aharony, 2012). Sífellt færri nota vefsíður háskólabókasafna en á sama tíma eykst notkun leitarvéla talsvert (Al­Qallaf og Ridha, 2019). Ný kynslóð sem alist hefur upp á Internetinu og er vön því að framkvæma allar sínar leitir á stóru leitarvélunum, er vaxin úr grasi og kýs síður að nota vef bókasafnsins (Ruth Ásdísardóttir, 2021; Erlendur Már Antonson, 2011). Einföld leit á Google skilar hins vegar milljónum niðurstaðna og kunnátta og þekking til að greiða úr slíku magni upplýsinga er mikilvæg. Hlutverk vefsíðu bókasafnsins í staf rænum heimi, ætti að vera að miðla þeirri kunnáttu (Aharony, 2012). Hér á landi virðast nemendur ekki þekkja aðgengi að rafrænum námsbókum á háskólabókasöfnum nægjanlega vel, en þörf er á frekari rannsóknum á þessum vettvangi. Meðal þess sem þarf að skoða er hvort hið sama eigi við um starfsfólks háskóla, og hverjar séu helstu orsakir þessa (Ruth Ásdísar dóttir, 2021). Vefstjórn og vefmál á háskólabókasöfnum á Íslandi Höfundur: Stefán Þór Hjartarson

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.