Bókasafnið - mar. 2024, Page 15

Bókasafnið - mar. 2024, Page 15
Bókasafnið 44. árg – 2024 15 Inngangur Greinin er byggð á meistararitgerð höfundar „Hér er lítill hluti af öllum Færeyjum“: Söfnun, skipulagning og miðlun handrita og einkaskjala. Ritgerðin var unnin undir hand leiðslu Ágústu Pálsdóttur, prófessors og fjallar um hvernig staðið er að söfnun, skipulagningu og miðlun handrita og einkaskjala á handritadeild Landsbókasafns Íslands, Þjóðskjalasafni Íslands, Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Landsbókasafni Færeyja (f. Landsbókasavnið), Þjóðskjalasafni Færeyja (f. Tjóðskjalasavnið), Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn (d. Det Kgl. Bibliotek) og Árnasafninu í Kaupmannahöfn (d. Den Arnamagnæanske Samling). Umfang og aðferðarfræði Við rannsóknina var beitt eigindlegum rannsóknaraðferðum og er hún í eðli sínu fyrirbæra­ fræðileg og hefur eiginleika grundaðrar kenningar (Creswell, 2013). Niðurstöður hennar byggjast á þeim þemum sem greindust úr gögnum sem urðu til við vettvangsathuganir. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða stöðu mála og fá yfirsýn yfir verklag og aðferðir við skráningu og miðlun hjá þeim söfnum sem talin eru upp í inngangi. Sú yfirsýn getur svo nýst handritadeild Landsbókasafns Færeyja þegar kemur að frágangi handrita og einka skjala og því að miða upplýsingum um safnkostinn. Kostir og möguleikar miðlunar Opinber skjalasöfn varðveita afhendingarskyld skjöl, en einkaskjöl eru þau skjöl sem ekki er skylt að afhenda til varðveislu. Einkaskjöl eru fjölbreyttar tegundir skjala eins og einkabréf, dagbækur, handrit að ritsmíðum af einhverjum toga, eignarskjöl, prófskírteini, fæðingar­ og hjónavígsluvottorð, fundargerðarbækur, samningar, bókhaldsgögn félaga o.þ.h. (Þjóðsk­ jalasafn Íslands, e.d.). Til að henda reiður á þess háttar gögnum eru settir varnaglar í lög sem gilda um varðveislusöfn og handritadeildir bókasafna sem taka einnig að sér varð veislu einkaskjala. Með lögum er sömuleiðis reynt að tryggja varðveislu menningarminja sem hafa sérstakt gildi, svo sem gamalla handrita af ýmsu tagi. Þau söfn sem rannsóknin tekur til geyma öll ógrynni af gögnum og upplýsingum sem haldið er utan um með ýmsum kerfum og skráningarreglum. Öll söfnin miða að því að gera marg­ víslegan safnkost sinn opinn og aðgengilegan og nýta til þess ýmsar hefðbundnar leiðir sem og nútímaaðferðir. Ef upplýsingar um safnkost ná út fyrir gagnagrunna safnanna skapast ný tækifæri til að bæta skráningu og auðveldara er fyrir áhugafólk og rannsakendur að finna gögnin (Gracy, 2015). Gert er ráð fyrir að í framtíðinni vilji notendur ekki aðeins finna eða uppgötva upp lýsingar, heldur vilji að auki skilja margvísleg tengsl þeirra á milli (Gracy, „Hér er lítill hluti af öllum Færeyjum“ Söfnun, skipulagning og miðlun handrita og einkaskjala Höfundur: Heiðrún Hödd Guðmundsdóttir

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.