Bókasafnið - mar 2024, Page 23

Bókasafnið - mar 2024, Page 23
Bókasafnið 44. árg – 2024 23 Inngangur Tækniskólinn er stærsti framhaldsskóli Íslands með um það bil 3000 nemendur og 300 starfsmenn. Skólinn er verk­ og tæknimenntaskóli sem býður nemendum bæði upp á stú dents próf og réttindanám í tækni­ og starfsnámi. Tækniskólinn var stofnaður árið 2008 með sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans, en árið 2015 sameinaðist skólinn einnig Iðnskólanum í Hafnarfirði. Í dag skiptist skólinn í átta undirskóla með hátt í 50 námsbrautir. Bókasafnið er hluti af upplýsinga­ og alþjóðadeild Tækniskólans og er með útibú í öllum þremur aðalbyggingum skólans. Auk bókasafnsþjónustunnar er þjónusta skólaskrifstofunnar veitt á bókasafninu og framtíðarstofan (e. makerspace) er einnig orðin hluti af bókasafninu. Á Skólavörðuholtinu er framtíðarstofan staðsett í sérrými en í Hafnar­ firðinum er hún á bókasafninu. Bókasafn framtíðarinnar Lengi hefur staðið til að sameina skólann undir einu þaki og hafa alla starfsemi í einni bygg ingu. Í þeirri framtíðarsýn höfum við velt fyrir okkur hvernig bókasafnið ætti að vera, bæði hvað varðar aðstöðu og þjónustu. Á framtíðarbókasafninu viljum við vera staðsett í hjarta skólans. Þar erum við sýnileg, nemendur og starfsfólk eiga greiða leið til okkar og þar á að vera auðvelt að mæta ólíkum þörfum notenda. Þar sjáum við fyrir okkur að vera með lokað lesrými sem býður upp á algjört næði og sérstök hópvinnurými þar sem nemenda hópar geta fengið aðgang að tölvum og öðrum búnaði sem þau þurfa við vinnu sína. Þar sem námið í Tækniskólanum er sífellt að verða verkefnamiðaðra mun þörfin fyrir slík rými aukast. Safnið í heild sinni verður með gott pláss fyrir safnkostinn og aðlaðandi rými, þar sem gott er að staldra við, lesa, spjalla, eða fá faglega ráðgjöf frá starfsfólki safnsins. Safnkostur Í dag leggjum við fyrst og fremst áherslu á bækur og önnur gögn sem tengjast kennslu í skólanum. Bókasafnið á alltaf til allar bækur sem eru á námsgagnalistum nemenda hverju sinni og lánar þær út í einsdags innanhúsláni. Einnig er lögð áhersla á að safnið sé vel búið ítarefni tengdu faggreinum sem eru kenndar við skólann. Bókasafnið á mikið af sértæku efni sem ekki er til annars staðar á landinu, enda margar faggreinar sem eru einungis kenn dar við Tækniskólann. Bókasafnið vill hvetja nemendur til yndislestrar og leggur sig fram um að bjóða upp á lesefni sem höfðar til nemendahóps skólans; skáldsögur fyrir unglinga, teiknimyndasögur, manga, tímarit o.fl. Margskonar spil njóta einnig vinsælda í félagsstarfi skólans og bók asafnið Bókasafn Tækniskólans Starfsemi og framtíðarsýn Höfundur: Sif Sigurðardóttir

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.