Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 4
Skógræktarfélag Íslands er landssamband 60 skógræktar
félaga sem starfa í flestum byggðarlögum landsins. Skóg
ræktar félögin mynda breiðfylkingu nærri 8.000 áhuga og stuð
ningsmanna skógræktar. Skógræktarfélag Íslands er málsvari
félaganna og hefur það m.a. að markmiði að stuðla að trjá og
skógrækt, gróð ur vernd og landgræðslu og að fræða og leiðbeina
um skóg rækt. Skógræktarfélögin eru að sjálfsögðu öllum opin
og eru allir sem skógrækt unna hvattir til þátttöku.
Skógræktarritið (áður Ársrit) hefur komið út samfellt frá árinu
1932 og er eina fagritið sem fjallar sérstaklega um efni er varða
skógrækt. Ritið kemur út tvisvar á ári og er hægt að fá það í
áskrift (skog.is). Þeir sem hafa áhuga á að skrifa greinar í ritið
eru hvattir til þess að hafa samband við ritstjóra (bj@skog.is).
Hægt er að fá helstu upplýsingar um fjölþætt starf Skógræktar
félags Íslands og aðildarfélaganna á heimasíðunni skog.is.
Skógræktarfélag Íslands
og Skógræktarritið
Um mynd á kápu
Vatnslitamyndin á forsíðunni heitir Haust við Bjarkargötu og
er eftir Kristínu Þorkelsdóttur, myndlistarkonu og grafískan
hönnuð.
Kristín Þorkelsdóttir er ástríðufullur vatnslita-
málari sem hefur skapað sér einstakan stíl. Í aldar-
fjórðung hefur hún ferðast um landið og málað
utandyra myndir sínar, sem eru í senn ljóðrænar
og hiklausar. Myndir eftir Kristínu eru í eigu virtra
listastofnana hérlendis og erlendis. Kristín var um
árabil einn þekktasti grafíski hönnuður landsins.
Hún hannaði fjölda merkja sem enn eru í notkun en
íslensku peningaseðlarnir eru eitt þekktasta hönn-
unarverk sem hún hefur stýrt. Tilvitnun Kristínar:
„Litaspil haustsins er mér ávallt tilhlökkunarefni
og þar er trjágróðurinn í aðalhlutverki. Litaskal-
inn sækir á mig og ég hef fundið mig knúna til að
vinna með hann. Það er gaman að átta sig á að mis-
munandi trjátegundir og botngróður skipta litum
á mjög ólíkan hátt. Þar má t.d. nefna hvað víði-
tegundirnar litverpast ólíkt innbyrðis, hvað reyni-
trén eru fjölbreytt milli ára og einstaklinga og svo
bláberjalyngið sem lífgar móana og skógarbotninn
með kaldrauðum lit sínum.“
Hægt er að nálgast myndir Kristínar í heimagall-
eríinu Gallery 13 (gallery13.is) sem er opið sam-
kvæmt samkomulagi, best er að hringja í Kristínu
í síma 554 2688.
Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla
og velfarnaðar á komandi ári.
Þökkum samskiptin
á árinu sem er að líða.