Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 4

Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 4
Skógræktarfélag Íslands er landssamband 60 skógræktar­ félaga sem starfa í flestum byggðarlögum landsins. Skóg­ ræktar félögin mynda breiðfylkingu nærri 8.000 áhuga­ og stuð­ ningsmanna skógræktar. Skógræktarfélag Íslands er málsvari félaganna og hefur það m.a. að markmiði að stuðla að trjá­ og skógrækt, gróð ur vernd og landgræðslu og að fræða og leiðbeina um skóg rækt. Skógræktarfélögin eru að sjálfsögðu öllum opin og eru allir sem skógrækt unna hvattir til þátttöku. Skógræktarritið (áður Ársrit) hefur komið út samfellt frá árinu 1932 og er eina fagritið sem fjallar sérstaklega um efni er varða skógrækt. Ritið kemur út tvisvar á ári og er hægt að fá það í áskrift (skog.is). Þeir sem hafa áhuga á að skrifa greinar í ritið eru hvattir til þess að hafa samband við ritstjóra (bj@skog.is). Hægt er að fá helstu upplýsingar um fjölþætt starf Skógræktar­ félags Íslands og aðildarfélaganna á heimasíðunni skog.is. Skógræktarfélag Íslands og Skógræktarritið Um mynd á kápu Vatnslitamyndin á forsíðunni heitir Haust við Bjarkargötu og er eftir Kristínu Þorkelsdóttur, myndlistarkonu og grafískan hönnuð. Kristín Þorkelsdóttir er ástríðufullur vatnslita- málari sem hefur skapað sér einstakan stíl. Í aldar- fjórðung hefur hún ferðast um landið og málað utandyra myndir sínar, sem eru í senn ljóðrænar og hiklausar. Myndir eftir Kristínu eru í eigu virtra listastofnana hérlendis og erlendis. Kristín var um árabil einn þekktasti grafíski hönnuður landsins. Hún hannaði fjölda merkja sem enn eru í notkun en íslensku peningaseðlarnir eru eitt þekktasta hönn- unarverk sem hún hefur stýrt. Tilvitnun Kristínar: „Litaspil haustsins er mér ávallt tilhlökkunarefni og þar er trjágróðurinn í aðalhlutverki. Litaskal- inn sækir á mig og ég hef fundið mig knúna til að vinna með hann. Það er gaman að átta sig á að mis- munandi trjátegundir og botngróður skipta litum á mjög ólíkan hátt. Þar má t.d. nefna hvað víði- tegundirnar litverpast ólíkt innbyrðis, hvað reyni- trén eru fjölbreytt milli ára og einstaklinga og svo bláberjalyngið sem lífgar móana og skógarbotninn með kaldrauðum lit sínum.“ Hægt er að nálgast myndir Kristínar í heimagall- eríinu Gallery 13 (gallery13.is) sem er opið sam- kvæmt samkomulagi, best er að hringja í Kristínu í síma 554 2688. Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.