Skógræktarritið - 15.10.2010, Page 5
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20104
Minningarlundur um Jónas Hallgrímsson, Jónasar-
lundur, er í landi Steinsstaða í Öxnadal. Lundurinn
er um 3 ha að stærð og er birki ríkjandi trjátegund
í reitnum. Trjáræktin hófst árið 1951 og hafa verið
gróðursettar um 9.000 plöntur af ýmsum tegundum.
Félagar úr Skógræktarfélagi Eyfirðinga og Ung-
mennafélagi Öxndæla önnuðust gróðursetninguna.
Tildrög framkvæmda kunna að vera þau að á Aðal-
fundi Skógræktarfélags Íslands árið 1950 talaði Val-
týr Stefánsson, formaður félagsins, fyrir þeirri hug-
mynd að gróðursetja skyldi trjáreiti til minningar um
merka Íslendinga og nefndi hann sérstaklega Jónas
Hallgrímsson í ræðu sinni. Eyfirðingar létu ekki á sér
standa og hófu framkvæmdir vorið eftir.
Frá minningarlundi Jónasar er víðsýnt og blasir
Hraundrangur við í vestri. Komið var upp útsýnis-
skífu í reitnum árið 1958 í tilefni af 150 ára fæð-
ingarafmæli Jónasar en við það tækifæri flutti Davíð
Stefánsson hátíðarræðu og minntist Jónasar.
Sérstök umsjónarnefnd á vegum sveitarfélags-
ins, sem núna heitir Hörgársveit, hefur haft eftirlit
og umsjón með Jónasarlundi. Árið 1992 annaðist
Vegagerðin og Samgönguráðuneytið uppsetningu
„áningarstaðar“ inni í Jónasarlundi og er þar nú
ágæt aðstaða fyrir ferðamenn á leið sinni um þjóð-
veginn um Öxnadal.
Árið 1997 var afhjúpaður minnisvarði með lág-
mynd af skáldinu eftir Kristin Hrafnsson. Þá var
einnig komið fyrir upplýsingaskiltum um staðinn.
Frá Jónasarlundi sér heim að Hrauni en þar hefur
Menningarfélagið Hraun unnið að endurbyggingu á
bænum og í garðinum vestan við húsið er kominn
vísir að trjásafni. Áform eru um frekari skógrækt í
landi Hrauns.
Texti Hallgrímur Indriðason, myndir Jón Geir Pétursson
HEIÐURSVARÐAR Í SKÓG UM LANDS INS – V. HLUTI
Jónasarlundur í Öxnadal