Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 5

Skógræktarritið - 15.10.2010, Síða 5
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20104 Minningarlundur um Jónas Hallgrímsson, Jónasar- lundur, er í landi Steinsstaða í Öxnadal. Lundurinn er um 3 ha að stærð og er birki ríkjandi trjátegund í reitnum. Trjáræktin hófst árið 1951 og hafa verið gróðursettar um 9.000 plöntur af ýmsum tegundum. Félagar úr Skógræktarfélagi Eyfirðinga og Ung- mennafélagi Öxndæla önnuðust gróðursetninguna. Tildrög framkvæmda kunna að vera þau að á Aðal- fundi Skógræktarfélags Íslands árið 1950 talaði Val- týr Stefánsson, formaður félagsins, fyrir þeirri hug- mynd að gróðursetja skyldi trjáreiti til minningar um merka Íslendinga og nefndi hann sérstaklega Jónas Hallgrímsson í ræðu sinni. Eyfirðingar létu ekki á sér standa og hófu framkvæmdir vorið eftir. Frá minningarlundi Jónasar er víðsýnt og blasir Hraundrangur við í vestri. Komið var upp útsýnis- skífu í reitnum árið 1958 í tilefni af 150 ára fæð- ingarafmæli Jónasar en við það tækifæri flutti Davíð Stefánsson hátíðarræðu og minntist Jónasar. Sérstök umsjónarnefnd á vegum sveitarfélags- ins, sem núna heitir Hörgársveit, hefur haft eftirlit og umsjón með Jónasarlundi. Árið 1992 annaðist Vegagerðin og Samgönguráðuneytið uppsetningu „áningarstaðar“ inni í Jónasarlundi og er þar nú ágæt aðstaða fyrir ferðamenn á leið sinni um þjóð- veginn um Öxnadal. Árið 1997 var afhjúpaður minnisvarði með lág- mynd af skáldinu eftir Kristin Hrafnsson. Þá var einnig komið fyrir upplýsingaskiltum um staðinn. Frá Jónasarlundi sér heim að Hrauni en þar hefur Menningarfélagið Hraun unnið að endurbyggingu á bænum og í garðinum vestan við húsið er kominn vísir að trjásafni. Áform eru um frekari skógrækt í landi Hrauns. Texti Hallgrímur Indriðason, myndir Jón Geir Pétursson HEIÐURSVARÐAR Í SKÓG UM LANDS INS – V. HLUTI Jónasarlundur í Öxnadal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.