Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 7

Skógræktarritið - 15.10.2010, Qupperneq 7
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20106 Meira af haustlyngi Í síðasta hefti Skógræktarritsins var sagt frá vexti haustlyngs (Erica tetralix L.) hér á landi. Jafnframt var greint frá því, að í grasasafni háskólans í Kaup- mannahöfn er til þurrkað eintak frá 19. öld. Á örk- ina er greinilega skrifað ex Islandia, leg. Thoraren- sen, sem merkir frá Íslandi, safnari Thorarensen. Margir hafa dregið þennan fund í efa og haldið því fram, að auðkenning á örkinni sé mistök (sjá meðal annars Joh. Gröntved, bls. 314: „an error in the la- belling“). Ekki er fyrir það að synja, að áritunin ex Islandia kann að vera gerð af misgáningi. Það verður þó að teljast fremur vafasamt, og nafn safnara dregur úr líkum á því. Grasafræðingar á fyrri tíð voru afar grandvarir um slík atriði og héldu sig við ákveðnar reglur um allar merkingar. Safneintakið var því fengið að láni frá Danmörku til þess að athuga þetta mál nánar. Við gaumgæfilega skoðun á því fundust nokkur örsmá jarðvegskorn loða við jarðlægan sprota. Plantan hafði greinilega verið skoluð vel fyrir þurrkun. Þá var leitað til Níelsar Arnar Óskarssonar, jarð- fræðings, og hann beðinn um að kanna, hvort mögu- legt væri að greina gerð og uppruna þessara smáu korna. Efnið reyndist svo fíngert, að það heppnaðist ekki að slípa það til að setja í rafeindasmásjá. Á hinn bóginn leiddi skoðun í bergfræðismásjá eftirfarandi í ljós: 1. Einungis fjögur korn eru óyggjandi úr bergi – öll nánast jafnstór – um 70-100 míkrómetrar að þvermáli. Þetta bendir eindregið til foks (moldroks), því að vindborin korn eru nefnilega ákaflega jafnstór á hverjum stað og tíma. 2. Eitt kornið er lang-líklegast plagíóklas-feldspat, en hin þrjú eru óyggjandi basaltgler, en ljósbrot þeirra er dæmigert fyrir basalt; það er um 1,55- 1,57 (mælt í ljósbrotsolíu). 3. Basaltgler er raunar afar fágætt utan Íslands, en það kemur fyrir í bólstrabrotum og jöðrum bergganga á basaltsvæðum Færeyja, Írlands og Skotlands og er þá mjög oft ummyndað. Niðurstaða Níelsar er því, að þessi brot eru lang- líklegast venjulegt, íslenskt móbergsgler. Svona efni er hins vegar ógerlegt að rekja til einhvers staðar inn- an gosbeltanna. Þetta er til dæmis uppistaðan í sunn- lensku moldroki á hverju ári og þá einnig í fokmold. Að þessari athugun lokinni er niðurstaðan sú, að miklar líkur eru á, að þetta eintak hafi vaxið í ís- lenskri mold og sennilegast einhvers staðar á Suður- landi. Níelsi Erni Óskarssyni er færðar þakkir fyrir at- hugunina. Heimild: Gröntved, Joh., 1942: The Pteridophyta and Spermatohyta of Iceland. – Bot. Of Icel. Vol. IV. Part I. Copenhagen. Höfundur Ágúst H. Bjarnason Myndin sýnir áletrunina á safneintakinu. Haustlyng á Fellsmörk í Mýrdal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.